HokkíVídeóTími 30. nóvember klukkan 16:30

HokkíVídeóTími í fundarherberginu í dag miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 16:30

Þeir sem eru skráðir hér fyrir neðan eiga að mæta: aðrir fá tíma síðar.
Árni Freyr Jónsson,  Daniel Björn Baldursson,  Gunnar Darri Sigurðsson,
Hilmir Freyr Guðmundsson,  Jón  Rögnvaldur Björnsson, Sigurður Baldursson,
Stefán Már Antonsson,  Veigar Árni Jónsson,  Andri Heiðar Arnarsson,  Einar Ólafur Eyland,
Bergur Brynjar Gíslason, Ísak Kristinn Harðarson,  Jóhann Már Leifson,  Sigurdur
Reynisson,  Þórir Arnar Kristjánsson,  Ingólfur Tryggvi Elíasson,  Úlfur Bragi
Einarsson og Baldvin Orri Smárason.
Kveðja
Jan Kobezda, þjálfari

Jólasýning listhlaupadeildar!

Bráðlega hefjast æfingar á hinni árlegu jólasýningu listhlaupadeildarinnar sem allir iðkendur listhlaupadeildarinnar taka þátt í!  Í ár verður sett upp sýningin
Þegar Trölli stal jólunum! 


Sýningin verður haldin þann 18. desember 2005 klukkan 16:30  og eru allir velkomnir!

ÁRÍÐANDI TILKYNNING FORELDRAFÉLAGS

Til foreldra barna í íshokkí.

Dagana 29. og 30. nóvember ætlum við að vera í fundarherberginu frá kl:19-22 og pakka inn árlegu gjafapakkningunni (kaffi, kerti og súkkulaði) sem börnin svo selja.

EINGÖNGU  þeir foreldra sem mæta og pakka fá gjafapakkningar til þess að selja og fá um leið ágóða af sinni sölu.    Tilgangurinn er að safna fyrir t.d. ferð til Reykjavíkur.

Tökum nú höndum saman og mætum ÖLL og eigum saman skemmtilega stund.    Ef þessir dagar duga ekki höfum við fimmtudaginn 1. des. til vara.        Foreldrafélagið.

 

Jón Gísla með tvö

Í síðasta leik Nordic Vikings skoraði okkar maður í Kína tvö mörk.

Stelpurnar unnu seinni leikinn

Seinni leik meistaraflokks kvenna í Egilshöll í morgun lauk með sigri SA 5:9. Markastaða eftir 1. lotu var 1:4, eftir 2. lotu 2:7 og þá þriðju 5:9. Til hamingju SA stelpur, greinilega komnar í gang aftur.

Frábær árangur!

Nú er Bikarmótinu lokið og stóðu stelpurnar sig með ágætum, eins og venja er!  Helga Jóhannsdóttir kom heim með gull í Debs flokki, Sigrún Lind Sigurðardóttir fékk gull í Novice flokki, Guðný Ósk Hilmarsdóttir silfur í sama flokki og Audrey tók gullið með sér heim í Junior flokki.  Frábær árangur hjá stelpunum!  Til hamingju allar saman!
Hér eru nokkrar myndir á síðu LSR frá mótinu!

SA sigur í Egilshöll

Nú er fyrri leik kvennaliðsins lokið með sigri SA 3:9. Mörk SA skoruðu Birna 3 og Anna Sonja, Jóhanna, Jónína, Sigrún, Sólveig Smára og Steinunn eitt hver. Meira seinna.  leik 3.fl. lokið SA tapaði 6:2

Gamlingjar í borg óttans

Gulldrengir SA fóru suður í gær til að taka þátt í "Old Boys" móti sem SR stendur fyrir.  

SA splilar 3 leiki í Egilshöll um helgina

Meistaraflokkur kvenna spilar 2 leiki, þann fyrri á morgun kl:16.00 og þann seinni á sunnudagsmorgun kl:09.00 við kvennalið Bjarnarins. Brottför kl:08.30 frá Skautahöllinni. 3.flokkur spilar svo við Björninn á morgun strax eftir leik stelpnanna, þeir leggja af stað frá Skautahöllinni kl:11.00. Eða eins og sagt er , nú leggjumst við í "VÍKING" og sækjum nokkur stig suður. Áfram SA, Áfram SA, Áfram SA, Áfram SA, Áfram SA.....................

Breyttar æfingar um helgina!

Tímatafla dagana 18. -20. nóvember 2005

Föstudagurinn 18. nóvember

16-17 ís           -2. flokkur                   

17-18 afís         -2. flokkur                   

17-18 ís           -1. flokkur                   

 

Laugardagurinn 19. nóvember

9-10 ís             -2. flokkur                   

10-11 ís           -1. flokkur                   

10-11 afís         -3s/3h flokkur              

11-12 ís           -3s/3h flokkur              

 

Sunnudagurinn 20. nóvember

16-17 afís         -1. flokkur                   

17-18 ís           -1. flokkur                   

18-19 ís           -2. flokkur