Síðasta æfing vetrar búin!
Í gær fengu þeir sem mættu bréf heim til sín um atriði sem þarf að hafa í huga fyrir næsta tímabil, nýja dansa og skauta o.s.frv. Þeir sem ekki mættu geta nálgast það bréf hér! Í bréfinu sem iðkendurnir fengu með sér heim eru meðal annars upplýsingar varðandi keppnisflokk sem þeir munu keppa í á næsta tímabili. Þessi flokkaskipting er þó birt með fyrirvara.
Bráðlega verður auglýstur dagur þar sem iðkendur M, 1., 2. og 3. flokks verða beðnir um að koma með skautana sína og fá ráð hjá þjálfurum með skautakaup, það væri gott ef að foreldrar gætu séð sér fært að koma líka.
Kv. Helga Margrét