Síðasta æfing vetrar búin!

Nú er skautatímabilinu 2005-2006 lokið hjá öllum flokkum og vil ég nota tækifærið og þakka fyrir veturinn.

Í gær fengu þeir sem mættu bréf heim til sín um atriði sem þarf að hafa í huga fyrir næsta tímabil, nýja dansa og skauta o.s.frv.  Þeir sem ekki mættu geta nálgast það bréf hér!  Í bréfinu sem iðkendurnir fengu með sér heim eru meðal annars upplýsingar varðandi keppnisflokk sem þeir munu keppa í á næsta tímabili.  Þessi flokkaskipting er þó birt með fyrirvara. 

Bráðlega verður auglýstur dagur þar sem iðkendur M, 1., 2. og 3. flokks verða beðnir um að koma með skautana sína og fá ráð hjá þjálfurum með skautakaup, það væri gott ef að foreldrar gætu séð sér fært að koma líka. 

Kv. Helga Margrét

Skautaskóli í Landskrona Svíþjóð

Sælir góðir hálsar. Ég er að hugsa um að senda Sigga Reynis model ´95 í hokkískóla til Landskrona í Svíþjóð vikuna 16 - 22 júlí í sumar, sama stað og hann og fleiri fóru á í fyrrasumar og sumarið 2004. Heimasíðu skólans má skoða hér http://hem.passagen.se/swishhockey . Nú er spurningin hvor aðrir foreldrar hafi áhuga á að senda sín börn um leið og hvort við getum myndað smá hópferð úr þessu ? . Ef þið hafið áhuga á að skoða þetta hafið þá samband við mig á reynir@sasport.is eða í gsm 660-4888. kv.......Reynir

Árshátíð Skautafélagsins

Föstudaginn 19.maí verður árshátíð SA og Narfa haldin í Lóni v.
Hrísalund kl. 20,30.
Frábær matur og enn betri skemmtiatriði (sem gestir koma með sjálfir)
Skráningar þurfa að berast til Jóhönnu Ólafsd. á johannas19@hotmail.com
eða til Jóns Rögnvaldssonar á tves@internet.is fyrir 16.maí.
Miðaverð er kr. 3.000 og þarf að leggjast inná 0302-26-95239 kr. 290260-7449 fyrir sama tíma.

Aðalfundur Hokkídeildarinnar

Verður á næsta fimmtudag 11. maí. kl: 20,00 í Skautahöllinni. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.  Stjórnin.

Lokahófi ÍHÍ aflýst

Jæja það gekk ekki upp í þetta sinn. Samkvæmt frétt á www.ihi.is er lokahófi hreyfingarinnar aflýst

Æfingar á miðvikudaginn!

Síðustu æfingar hjá M, 1., 2. og 3.  flokki eru miðvikudaginn 10. maí.  Það er smá breyting á tímatöflunni;
    milli 17 og 18 mætir 2. og 3. flokkur
    milli 18 og 19 mætir M og 1. flokkur

Aðalfundur Skautafélagsins

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldin í Skautahöllinni fimmtudagskvöldið 18. maí, kl. 20:00. Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar og önnur mál. Tillögur að lagabreytingu liggja frammi hjá aðalstjórn.

Til hugsanlegra landsliðsefna

Ed Maggiacomo heldur norður til Akureyrar á morgun og hefur boðað alla sem tilkall gera til sætis í landsliðum Íslands þ.e. U18, U20 og kvennaliði á næst komandi tímabili.  Maggiacomo ætlar að fara yfir stöðu mála með öllum þeim sem áhuga hafa á að reyna við sæti í landsliðum á næsta tímabili og verða æfingar bæði á ís og utan íss.  Allir eru velkomnir. Hugmyndin á bak við þetta er að taka stöðu á leikmönnum, sjá hvar þeir eru staddir hvað varðar tækni, styrk og úthald og svo verður farið yfir með hverjum og einum hvað bæta þarf fyrir næsta tímabil.  Hver og einn hefur svo sumarið til að æfa vel og mæta svo að nýju í svipað prógram að hausti þar sem staðan verður endurmetin.  Nú er ekki aðeins verið að einblína á þá sem tekið hafa þátt í landsliðum áður heldur alla þá sem hafa áhuga og eru innan þeirra aldurstakmarkana sem þarf í unglingalandsliðin.  Allir leikmenn kvennaflokks eru hvattir til að mæta.
Mæting er á föstudag kl. 17:00 og þá er gert ráð fyrir einni klst í spjall og upphitun sem fylgt verður eftir með tveggja !!!!!!!
 

Með kveðju, Sigurður Sveinn Sigurðsson

Uppskeruhátíð 13. maí 2006

Nú viðrum við hokkígallann og förum í sparifötin!!

Smá breyting á tímatöflu!

Það hefur orðið smá breyting á tímatöflunni!!! Kynnið ykkur það.