Æfingar byrja samkvæmt tímatöflu 4. september!
Þá byrja einnig æfingar hjá 1. og 2. hópi sem eru byrjendaflokkar og flokkar fyrir styttra komna. Fyrsta æfing hjá 2. hópi er því á mánudaginn 4. september milli 16 og 17 og fyrsta æfing hjá 1. hópi á miðvikudaginn 6. september milli 16 og 17. Fyrstu 1-2 tímarnir hjá 1. og 2. hópi verða eins konar leikjatímar þar sem krakkarnir fá tækifæri til að venjast svellinu og kynnast þjálfurum og öðrum iðkendum í hópunum. Krökkunum verður síðan raðað í minni 5-10 manna hópa sem haldast svo að mestu óbreyttir út önnina.
Eldri iðkendur í hópum M, U, 5, 4 og 3 hafa þegar hafið æfingar en af-ís æfingar hefjast í næstu viku, en það verður auglýst síðar. Fimmtudaginn 31. ágúst verður skokkæfing hjá M, U og 5. hópi og hittumst við rétt fyrir 17 í skautahöllinni. Skokkað verður að Leikhúsinu og til baka, bara létt skokk til að byrja veturinn á!
Búið er að uppfæra mótaskrá hér í valmyndinni til vinstri og er þar hægt að sjá hvaða keppnir boðið verður upp á í vetur hjá skautasambandinu. Enn á eftir að setja inn innanfélagsmót og sýningar, en það kemur bráðlega.
Einnig viljum við benda á síðu Skautasambands Íslands en þar eru ýmsar góðar upplýsingar.