Meistarar.

Hér er hægt að sjá meistara í hinum ýmsum löndum.

http://www.iihf.com/news/iihfpr5606.htm

Smá breyting!

Af óviðráðanlegum orsökum falla æfingar niður á morgun sunnudaginn 20. ágúst.  Æfingar byrja því á mánudaginn 21. ágúst.

Ný skerpingavél

Eftir margra ára baráttu hefur Skautafélag Akureyrar loks eignast nýja fullkomna skerpingavél. Vélin er af gerðinni Blademaster og gjörbreytir aðstöðu til skautaskerpinga á Akureyri.  Það var Vetraríþróttamiðstöð Íslands sem veitti rausnarlegan styrk til kaupanna.

Til hamingju með þennan áfanga, Skautafélagsmenn.

 

Tímatafla fram til 4. september!

Eins og áður hefur komið fram verður skráningardagur laugardaginn 19. ágúst milli 11 og 13.  Þar fá iðkendir að vita í hvaða flokki þeir munu æfa í vetur og prófa svellið.  Þessi flokkaskipting er þó ekki endanleg og getur komið til þess að einhverjar breytingar verði og biðjum við alla iðkendur og foreldra að hafa það í huga og virða.  Við munum fá til okkar nýjan þjálfara frá Kanada sem heitir Hanna Burnett.  Hún kemur til landsins í september og tekur hún við þjálfun hjá eldri flokkum. 

Þeir iðkendur sem verða að æfa með M hópi, 5. hópi, 4. hópi, 3. hópi og U hópi byrja æfingar 20. ágúst en aðrir flokkar byrja þann 4. september skv. tímatöflu sem birt verður á næstu dögum.

Hér er tímatafla fyrir æfingarnar 20. ágúst til 4. september.

Meistaraflokkur

Breyting gæti orðið á æfingunni á laugardag, meistaraflokksmenn eru beðnir um að fylgjast með.

Skráning iðkenda

Laugardaginn 19. ágúst byrjum við að skrá iðkendur. Opið hús verður fyrir alla krakkar sem ætla að æfa listhlaup milli kl. 11:00 og 13:00 og þeir sem ætla að æfa hokkí mæta milli kl. 13:00 og 15:00.

Meistaraflokkur!

Ísæfing verður á laugardaginn 19.ágúst kl:18:00.                                                                                                              Sjáumst hressir!!

ÍS.

Heyrst hefur að hallarmeistarinn Viddi ætli sér að kveikja á frystivélunum í dag, og ís verði kominn eftir viku!!     Fyrir þá allra hörðustu er jafnvel hægt að komast fyrr á skauta, með því að rétta fram hjálparhönd í komandi viku. Lengi lifi Skautahöllin. HÚRRA HÚRRA HÚRRA!!!!

Skerpingarvél.

Skautafélag Akureyrar hefur eignast nýja skerpingarvél. Hún ber nafnið BLADE MASTER og á víst að vera svakaleg. Semsagt skautafélagsmenn og konur verða hreynt á fljúgandi ferð í allann vetur.

Breytingar.

Eitthvað hefur verið um breytingar í íslensku íshokkí í ár.  Unglingadeild hefur verið stofnuð og breyting hefur orðið á úrslitarkeppni, sem og á útbúnaði fyrir markmenn. Best er að lesa um þetta á ihi.is