Breytt plan um helgina
Við breyttum tímatöflunni um helgina því við fengum hokkí tímann líka
Við breyttum tímatöflunni um helgina því við fengum hokkí tímann líka
Halló, Hildi vantar skautakjól. Á ekki einhver skautakjól í nr. 128 - 132 ( 6-8 ára ) og vill selja eða lána fyrir næsta mót sem er 16. apríl. Ef þú átt kjól og villt selja ( lána) hann þá endilega hafðu samband.
Sonja sími 694-6153
Í kvöld lýkur heimsmeistarakeppni kvenna sem fram fer í Reykjavík. Síðasti leikur mótsins verður viðureign Íslands og S-Kóreu. Eftir svekkjandi tap gegn Nýja Sjálandi í fyrsta leik lagði íslenska liðið lið Rúmeníu að velli 3 – 2 og svo S-Afríku 5 – 1. Án þess að hafa stúderað tölfræðina sérstaklega þá þarf liðið að sigra Kóreu helst með sem mestum mun auk þess sem Rúmenía þarf að leggja Nýja Sjáland að velli, til þess að við eigum möguleika á að komast uppúr deildinni.
Akureyrarmót SA
Skautahöllinni Akureyri
16. apríl
Fyrir A, B og C keppendur LSA
Lokadagur Skráninga og greiðslu keppnisgjalda er 04.04. 2011
Listhlaupakrakkar, ef þið seljið pappír til fjáröflunar þá fáið ÞIÐ ágóðann af hverri pk. sem að þið seljið beint í ykkar vasa.
Allý, allyha@simnet.is / 8955804
Um helgina verður mikið um að vera í hokkíinu þar sem bæði karla- og kvennalandsliðin verð að störfum auk þess sem 3. flokks mót fer fram í Egilshöllinni með tveimur finnskum liðum. HM kvenna hefst í Reykjavík á sunnudaginn og liðið mun hittast í Reykjavík í kvöld og taka æfingaleik gegn strákaliði úr birninum en á morgun verður æfingaleikur gegn Nýja Sjálandi. Það mikilvægt að fá þessa æfingaleiki fyrir heimsmeistaramótið og stilla saman strengi liðsins.
2. æfingabúðir karlalandsliðsins fara fram á Akureyri um helgina. Fækkað var um þrjá leikmenn í hópnum eftir síðustu helgi, en um helgina bætast við strákar úr U18 ára liðinu og samkeppnin um sæti í liðinu harðnar enn frekar. Æfingabúðirnar hefjast á föstudagskvöldið og lýkur á sunnudags eftirmiðdag.
Á laugardaginn fer fram sýning hér í Skautahöllinni til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis á vegum sýningarhóps Listhlaupadeildar. Sýningarhópinn skipa 12 stelpur sem allar hafa æft hjá félaginu í mörg ár en ákváðu að stofna þennan fyrsta sýningarhóp félagsins í haust. Hópurinn hefur verið með sýningaratriði á mótum auk þess sem hann kom fram í leikhléi í úrslitaleiknum í Íslandsmótinu í íshokkí.