Karfan er tóm.
Á Akureyrarmótinu í listhlaupi sem lauk í dag var krýndur nýr Akureyrarmeistari í listhlaupi á skautum. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í Novice A flokknum og hlaut því titilinn Akureyrarmeistari í listhlaupi á skautum 2011. Hún hefur staðið sig gríðarlega vel í vetur, unnið vel og er því vel að titlinum komin. Við óskum Hrafnhildi Ósk innilega til hamingju með titilinn og frábæran árangur í vetur.
Akureyrarmótið gekk vel og stóðu stelpurnar okkar sig gríðarlega vel og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn í dag.
Myndir frá mótinu er hægt að skoða HÉR.
Það verða æfingar á morgun!
C1 + C2 eru kl. 8:15-10:00
D er kl. 10:00-11:00 (ekki leikskólahópurinn)
A og B eru um kvöldið eins og venjuleg tímatafla sýnir
:D
Laugardaginn 14. mai verður haldin uppskeruhátíð í félagsheimilinu Hlíðarbæ fyrir 4.flokk og uppúr. Allir að merkja við á dagatalinu.
Nú er formleg dagskrá tilbúin og má lesa hana með því að smella á "lesa meira"
Sælir foreldrar/forráðamenn
Nú leitum við enn til ykkar með bakstur fyrir mót þ.e. Akureyrarmótið 16.apríl. Við erum að leita eftir t.d. skúffukökum, kleinum, snúðum. Má í rauninni vera hvað sem ykkur dettur í hug. Þeir sem geta aðstoðað foreldrafélagið með þetta vinsamlegast látið vita hvað þið getið komið með til rakelhb@simnet.is
Kærar þakkir
fh. foreldrafélagsins
Rakel Bragadóttir
Nú er hún Hrafnhildur Ósk farin til Lúxemborgar að keppa með landsliði Ísland. Hún á að keppa á sunnudagsmorgun og óskum við henni góðs gengis. Það fór myndarlegur hópur af skauturum út og þær eru:
Junior: Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, Júlía Grétarsdóttir, Nadia Margrét Jamchi.
Novice Advanced: Agnes Dís Brynjarsdóttir, Vala Rún B. Magnúsdóttir
Novice A: Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Kristín Valdís Örnólfsdóttir
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍSS