Karfan er tóm.
Breyttar æfingar
23. febrúar 28. febrúar!!!!
Æfingar falla niður miðvikudaginn 23. febrúar
til kl. 18:00 vegna útfarar Magnúsar Einars Finnssonar formanns Skautafélags Akureyrar.
Allar æfingar falla niður föstudag 25. , laugardag 26. og sunnudag 27. febrúar vegna Íslandsmóts barna og unglinga í Reykjavík, þar sem allir þjálfarar verða þar við vinnu eða að keppa.
4. /5 . (gulur, rauður) flokkur mæti á æfingu mánudaginn 28. febrúar kl. 17:00-18:00 ásamt þeim úr 3. flokki sem ekki kepptu á barna og unglingamótinu og verður þá undirbúningur fyrir Akureyrarmót.
4. / 5. flokkur grænn, 6. /7. og gullflokkur mæti mánudaginn 28. febrúar kl. 18:00 - 19:00.
Með kveðju
stjórnin
Sveinn Björnsson öðrunafni Denni. hefur valið leikmenn kvennalandsliðssins og eru þær hér nefndar.
Markmenn.
| Maria Fernanda Rayes | SA |
| Gyða Björg Sigurðardóttir | Bjö |
| Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir | Bjö |
| Kristín Sunna Sigurðardóttir | Bjö |
| Lilja María Sigfúsdóttir | Bjö |
| Bergþóra Jónsdóttir | Bjö |
| Patricia Huld Ryan | SA |
| Jónina Margret Guðbjartsdóttir | SA |
| Anna Sonja Águstsdóttir | SA |
| Flosrún Vaka Jóhannesdóttir | Bjö |
| Sigrún Agatha Árnadóttir | Bjö |
| Vigdis Aradóttir | SA |
| Karitas Sif Halldórsdóttir | Bjö |
| Hanna Rut Heimisdóttir | Bjö |
| Birna Baldursdóttir | SA |
| Hulda Sigurdardóttir | SA |
| Sólveg Smáradóttir | SA |
| Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir | SA |
| Jóhanna Sigurbjörg Ólafsdóttir | SA |
| Snædís Bjarnadóttir | SA |
Í dag var birtur dómur ÍSÍ í máli Bjarnarins gegn Narfa og segir í dómsorðum "Íshokkídeild Ungmennafélagsins Narfa er sýkn að öllum kröfum Skautafélagsins Bjarnarins" sjá nánar á heimasíðu ÍSÍ
Já gott fólk Meistaraflokkur S.A. fer suður um helgina að etja kappi við S.R. S.A. ætlar sér ekkert annað en sigur í þessum leik og hafa menn æft stíft fyrir þennan leik því menn ætla heldur betur að hefna fyrri leik liðanna í vetur. Leikurinn hefst kl 19:00 og vonum við að allir brottfluttir Akureyringar fjölmenni á leikinn og styðji sína menn. ÁFRAM S.A.!!!