Kertasala og skil!

Minnum á að nóg er til af kertum til að selja og safna sér inn fyrir næstu æfingabúðum. 

Hafið samband við Allý í síma 895-5804. 

Munið að þeir sem voru búnir að fá kerti eiga að skila af sér innkomunni á sunnudag. kl:17:30 - 19:00, í Skautahöllinni.

Gangi ykkur vel :-)

3 leikir í Skautahöllinni á Akureyri

Í kvöld kl. 22,00 spilar Mfl. Kvenna,  SA versus Björninn og er það fyrri leikur þeirra þessa helgi, seinni leikurinn verður á morgun kl. 18,00. Fyrsta leik þessara liða í vetur lauk með stórum sigri Bjarnarkvenna svo reikna má með mikilli baráttu SA í kvöld til að rétta sinn hlut. Eftir kvennaleikinn á morgun ( hálfníu til níu ) leiða svo saman hesta sína ( hummmm, gaman að sjá það ) 2.flokkur karla sömu félaga og síðast þegar þeir mættust hafði SA sigur með einu marki svo búast má við hörku leik þar.  ÁFRAM SA ....

Akureyrarmótið hefst mánudaginn 3 nóvember

Leikið verður í tveimur riðlum

Gimli meistarar 2008

Laugard 1 nóv er æfing kl 10 hjá 4 fl og 5 fl, markmannsæfing kl 9:15

Okkar menn í Skotlandi

Núna stendur yfir mót evrópuliða í 50+    myndir frá mótinu

Gimlicup lokið

Skytturnar sigruðu Mammúta.

Lokaleikur Gimlicup

Hverjir enda í þriðja sæti

Afís hjá 6. hóp í dag

Iveta vill bjóða 6. hóp aukaafístíma í dag milli 16:30 og 17:30.

Einkatímar

Meðan Iveta gestaþjálfari er hjá okkur mun hún bjóða upp á einkatíma. Takmarkaðir tímar eru lausir í höllinni og því mikilvægt að panta tímanlega ef áhugi er fyrir hendi. Einkatímarnir eru 30 mín. og kosta 2400 kr. Hægt er að panta einkatíma með því að hafa samband beint við hana á milli æfinga inn í höll eða í símann hennar 8411587 (hún skilur ensku vel).

Helga Margrét mun áfram bjóða upp á einkatíma sem hægt er að panta á milli æfinga niður í höll eða í gegnum e-mail: helgamargretclarke(hjá)gmail.com.