Point Dansstúdíó í fríi
08.12.2008
Það er komið jólafrí hjá Point. Auglýsum tíma eftir áramót síðar.
Félagsmenn geta mætt þegar þeir vilja og safna umferðum og steinum.
SA fékk eitt gull og tvö brons á íslands- vetrar og aðventumóti sem fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Helga Jóhannsdóttir sigraði í flokki Novice, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í þriðja sæti í flokki 10A og Emilía Rós Ómarsdóttir í flokki 8B. Iðkendur voru félaginu til sóma bæði innan sem utan íssins. Til hamingju allir.
SKAUTATÖSKUR OG SKAUTABUXUR / JÓLAGJÖFIN Í ÁR
Skautatöskurnar og skautabuxurnar eru komnar og þeir sem hafa áhuga á þeim fyrir jólin þurfa að panta þær fyrir 12. des. Hægt er panta þær og skoða á miðvikudaginn í skautahöllinni milli kl. 17 - 18:30 eða senda SMS í síðasta lagi 12. des.
ALLÝ,, S- 895-5804