Emilía Rós Ómarsdóttir er íþróttamaður SA 2015

Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Emilíu Rós Ómarsdóttur íþróttamann félagsins fyrir árið 2015. Emelía mun því vera ein af þeim íþróttamönnum sem koma til greina við val á íþróttamanni Akureyrar í hófinu sem haldið verður 20. janúar í Menningarhúsinu Hofi.

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar hækkaður í 16.000 kr

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar var á dögunum hækkaður og verður 16.000 krónur fyrir árið 2016. Þetta eru gleðitíðindi fyrir forráðamenn allra iðkennda yngri en 18 ára þar sem styrkurinn nýttist upp í æfingargjöld hjá Skautafélaginu.

SA Víkingar stigalausir á nýju ári en Ynjur og 2. flokkur með fullt hús.

SA Víkingar voru enn í jólafríi þegar þeir tóku á móti Bjarnarmönnum í gærkvöld en Björninn vann leikinn auðveldlega, lokatölur 8-5. Ynjur unnur Björninn í fyrri leik kvöldsins 10-0 í Hertz deild kvenna og minnkuðu muninn í Ásynjur. Sama markatala var í 2. flokki þar sem Björninn mæti ekki til leiks og okkar menn fengu því stigin gefins og markatöluna 10-0.

Æfing í kvöld

Æfingin hefst kl. 20:00 að venju.

BREYTTUR LEIKTÍMI! SA Víkingar og Ynjur mæta Birninum í dag

SA Víkingar mæta Birninum í Hertz deildinni í dag, sunnudaginn 3. janúar en leikurinn hefst kl 19.00 í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrri leikur dagsins verður hinsvegar Ynjur - Björninn í Hertz deild kvenna en leikurinn hefst kl 16.30.

Skautafélag Akureyrar fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Skautafélag Akureyrar og allar deildir innan þess fengu í kvöld afhent viðurkenningarskjöl um endurnýjun fyrirmyndarfélags ÍSÍ. Formaður Skautafélagsins og formenn deilda tóku á móti skjölunum á Áramótamóti krulludeildarinnar úr hendi Viðars Sigurjónssonar umsjónarmanni verkefnisins.

Fjölskylduskautun listhlaupadeildar á gamlársdag

Hin árlega fjölskylduskautun listhlaupadeildar á gamlársdag verður frá klukkan 10.15 - 11:45.

Akureyrarmótið í listhlaupi 2015

Akureyrarmótið í listhlaupi 2015 fór fram þann 28. desember.

Áramótamótið 2015

Áramótamótið 2015 verður haldið miðvikudaginn 30. desember kl. 19:30

Ásynjur fara inn í nýja árið á toppnum

Það var hart barist í gærkvöld þegar Ásynjur tóku á móti Ynjum í lokaleik Hertz deildarinnar þetta árið en Ásynjur sigruðu í leiknum með tveimur mörkum gegn engu með nokkuð sannfærandi hætti.