Karfan er tóm.
Leik lokið með sigri SR, 4-8. Staðan í einvíginu 1-1. Þriðji leikurinn í Reykjavík á laugardag, fjórði leikur á Akureyri á mánudag og fimmti leikur, ef þarf, í Reykjavík á miðvikudag.
SR setti í fluggírinn snemma leiks og náði að skora sex sinnum áður en markaskorarar SA komust á blað. Það var ekki fyrr en eftir 43ja mínútna leik sem fyrsta mark SA leit dagsins ljós, sem sagt í þriðja leikhluta. Sá kippur sem þá kom í markaskorun SA manna dugði einfaldlega ekki, kom of seint og þar að auki náðu sunnanmenn að svara vel fyrir sig og héldu öruggri forystu.
Fyrsti leikhluti 0-2, annar leikhluti 0-3, þriðji leikhluti 4-3.
SA-menn útaf samtals í 30 mínútur.
SR-menn útaf samtals í 28 mínútur.
SA-markvörður varði 23 skot, fékk á sig 8 mörk, samtals í leiknum.
SR-markvörður varði 21 skot, fékk á sig 4 mörk, samtals í leiknum.
Dómarar: Michal Kobezda, Sigrún Agatha Árnadóttir og Leonard Jóhannsson. Ritari var Árni Arason og tímavörður Hrönn Vignisdóttir. Markadómarar voru Garðar Jónsson og Björn Sveinsson.
52:31 mín.: SA skorar!!!! 4-8. Rúnar Rúnarsson skorar, fyrsta stoðsending Elvar Jónsteinsson, önnur stoðsending Sigurður Sveinn Sigurðsson.
50:26 mín.: SR skorar, 3-8. Mirek Krivanek skorar, stoðsending Stefán Hrafnsson.
47:06 mín.: SR skorar, 3-7. Danial Kolar skorar, stoðsending Stefán Hrafnsson.
46:31 mín.: SA skorar enn og aftur!!!! 3-6. Tomas Fiala skorar, stoðsending Rúnar Rúnarsson. Þetta er alveg að koma hjá okkur.
46:04 mín.: SA skorar aftur!!!!!!!!!!!!! 2-6. Jón Gíslason skorar, fyrsta stoðsending Birkir Árnason, önnur stoðsending Rúnar Rúnarsson.
43:00 mín.: SA skorar!!!!!!!!!!!!!!!!! 1-6. Jón Gíslason skorar, fyrsta stoðsending Tomas Fiala, önnur stoðsending Jón Ingi Hallgrímsson.
41:10 mín.: SR skorar, 0-6. Mirek Krivanek skorar, stoðsending Kári Valsson.
---------------------------------------
Öðrum leikhluta lokið, staðan 0-5 SR í vil.
SA-menn útaf í 6 mínútur
SR-menn útaf í 18 mínútur
35:28 mín.: SR skorar, 0-5. Steinar Páll Veigarsson skorar, fyrsta stoðsending Mirek Krivanek, önnur stoðsending Danial Kolar.
21:54 mín.:SR skorar, 0-4, Mirek Krivanek, stoðsending Petr Krivanek.
21:38 mín.: SR skorar, 0-3. Gauti Þormóðsson, án stoðsendingar.
--------------------------------------
SA menn lentir undir í fyrsta leikhluta, hljóta að koma til baka eins og í fyrri leikjum!!! Áfram nú SA-menn
Gangur leiksins:
8:16 SR skorar, 0-1. Todd Simpson skorar, stoðsending Mirek Krivanek
16:24 SR skorar, 0-2. Gauti Þormóðsson skorar, stoðsending Todd Simpson
Staðan eftir fyrsta leikhluta 0-2.
Markvörður SA hefur varið 14 skot, fengið á sig 2 mörk.
Markvörður SR hefur varið 5 skot og ekki fengið á sig mark.
Semsagt: Bullandi sókn hjá gestunum í fyrsta leikhluta.
SA menn útaf í 20 mín. í 1. leikhluta,
SR menn útaf í 6 mín.
----------------------------------