Kæri 4.hópur

Kæru skautarar og forráðamenn.


Skautum Regnbogann er ætlað fyrir byrjendastig og byggist á því að setja upp ákveðið kerfi til að bæta og samræma skautakennslu hjá félögum. Með þessu er talið að betri árangur náist í kennslu og skautarar upplifi íþróttina á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Þá er einnig hægt að meta árangur skautara jöfnum höndum.
Félögin vinna eftir sameiginlegu kerfi og þjálfarar fá með þessu markvisst kerfi til að vinna eftir og á þann hátt verður þjálfunin skilvirkari og fylgir hraða og hæfni einstaklingsins. Verkefni þetta er í umsjón skautafélaga landsins en yfirumsjón er í höndum Skautasambands Íslands
Skautum regnbogann leggur höfuðáherslu á að byggja upp grunnskautafærni á markvissan hátt. Stigin eru sjö og innihalda margvíslegar æfingar sem allar stuðla að góðri undirstöðu innan íþróttarinnar. Farið er frá því einfalda til hins flókna í öllum áföngum kerfisins og hentar kerfið öllum nýjum skauturum sama hvort um er að ræða algera byrjendur eða aðeins lengra komna. Þegar skautari hefur lokið hverju stigi fyrir sig í kerfinu verður árangursskírteini undirritað af þeim sem metur árangurinn. Þar að auki fær skautarinn barmmerki sem viðurkenningu og eru þau í sitt hvorum litnum, eftir því hvaða stigi verið var að ljúka.
Nælurnar sjö kosta 2000 kr. Ef barnið ákveður að æfa verða æfingagjöldin rukkuð 1. Desember og eru þessar 2000 kr. innifaldnar í því verði. Ef barnið ákveður að æfa ekki, en vill fá nælurnar verðum við að rukka viðkomandi um þær.

Kæru forráðamenn, væruð þið til í að láta mig vita á netfangið karenbjork@simnet.is eða bara tala við mig þegar ég er inn í höll– þar sem þið getið einnig fengið nánari upplýsingar.

Kveðja,
Karen Björk Gunnarsdóttir, þjálfari 4.hóps