Karfan er tóm.
ÍHÍ mun standa fyrir dómaranámskeiðum bæði á Akureyri og í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að námskeiðið á Akureyri verði nk. föstudag þ. 4. september í skautahöllinni og hefjist klukkan 18.00. Námskeiðið í Reykjavík verður svo haldið miðvikudaginn 9. september. Staður og tími verður birtur fljótlega. Námskeiðið er opið öllum þeim sem hafa áhuga á hvort sem þeir ætla sér að verða dómarar eður ei.
Mjög mikilvægt er að þeir sem hyggjast sækja námskeiðið undirbúi sig áður en á námskeiðið er komið.
Hér á síðu ÍHÍ má finna eitt og annað um dómgæslu. Þeir sem ætla að mæta á námskeiðið þurfa að leggja sérstaka áherslu á að kynna sér eftirfarandi áður en á námskeiðið er komið:
Rulebook 2014-18
IIHF Case book 2014-15
Officiating Procedures Manual (kafla 4, 5, 6 og 7)
Einnig er gert ráð fyrir að haldið verði leikmannapróf á tímabilinu en nánari fréttir koma um það síðar.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ykkar á ihi@ihi.is
Frétt tekin af vef IHI