Karfan er tóm.
Fyrirlestur á vegum íshokkídeildarinnar er í kvöld kl 20:00 í skautahöllinni. Enþá hægt að skrá sér og mæta en skráning fer fram hjá Söruh Smiley. Sólveig Rósa Davíðsdóttir sálfræðingur mun halda erindið: Þátttaka og stuðningur foreldra í íþróttaiðkun barna sinna. Hvaða væntingar höfum við sem foreldrar og hvað getum við gert til að styðja við andlegt og líkamlegt heilbrigði barnanna okkar? Fjallað verður um stuðning foreldra við börnin, m.t.t. svefns, næringar, streitu og álags. Boðið verður uppá umræður, fyrirspurnir og spjall í lok fyrirlestrar.
Sólveig Rósa útskrifaðist sem sálfræðingur árið 2010 og hefur unnið ýmis störf innan sálfræðinnar. Má nefna rannsóknarvinnu, meðferðarvinnu og greiningarvinnu en einnig hefur hún haldið fyrirlestra um t.d. streitu, erfðir og Alzheimer á ráðstefnum innan- sem og utanlands. Í dag þjónustar hún börn og unglinga og sér t.d. um ráðgjöf vegna hegðunarvanda, vanlíðan ásamt því að greina námserfiðleika og veita ráðgjöf samhliða því.