Fréttir

19.08.2025

Æfingar SA hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku

Æfingar hjá Skautafélagi Akureyrar eru nú að fara á fullt samkvæmt tímatöflu og er starfsemi allra deilda að taka við sér eftir sumarið. Byrjendaæfingar hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku. Byrjendaæfingar: Listhlaup: Hefjast mánudaginn 25. ágúst og verða alla mánudaga og miðvikudaga kl. 16:00–17:30. Upplýsingar og skráning: thjalfari@listhlaup.is Íshokkí: Hefjast þriðjudaginn 26. ágúst og verða alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00–17:45. Upplýsingar og skráning: hockeysmiley@gmail.com Krulla: Hefst í september og verða æfingar auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar. Almenningstímar hefjast í Skautahöllinni fyrstu helgina í september og fyrsta skautadiskó vetrarins verður föstudaginn 1. september. Við hvetjum foreldra, iðkendur og áhugafólk um íþróttirnar til að kynna sér æfingatöflu félagsins og mæta með okkur í skemmtilegt og fjölbreytt ísstarf í vetur.
02.06.2025

Vorsýning Listskautadeildar á fimmtudag

Vorsýning Listskautadeildar, Litli prinsinn, er á fimmtudag, 5. júní kl. 19:00 í Skautahöllinni. Miðasala á staðnum og foreldrafélagið verður með veitingasölu í hléinu og pekkjakast í hléi. "Allir fullorðnir menn hafa fyrst verið börn. (En fáir muna eftir því.)" Miðaverð: 18+ 2.500 kr. 6-17 ára 1.500 kr. Frítt fyrir 5 ára og yngri Pylsusala foreldrafélagsins frá kl.18 og líka á eftir sýningu. Þar verður í boði, fyrir utan pylsurnar, gos, djús, kaffi og vatn og posi á staðnum. Einnig verður hægt að kaupa rósir.
21.05.2025

Ný stjórn kosin og Ingibjörgu Magnúsdóttur veitt gullmerki á aðalfundi Skautafélags Akureyrar

Aðalfundur Skautafélag Akureyrar fór fram á fimmtudagskvöld í félagssalnum í Skautahöllinni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslu um starfsemi félagsins, skýrslu um fjárhag, reikninga og fjárhagsáætlun, kosningu stjórnar og önnur mál. Ingibjörgu Magnúsdóttur var veitt gullmerki félagsins fyrir störf sín fyrir félagið síðastliðin 17 ár.
13.05.2025

Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA í júní

Í júní bíður SA uppá skauta- og íshokkí leikjanámskeið fyrir öll börn fædd 2019-2015 daganna 10. - 20. júní Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Leikjanámskeiðið fer fram bæði á útisvæðinu við Skautahöllina og inni á skautasvellinu. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði í leikjunum á námskeiðinu. Allur búnaður innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu, hockeysmiley@gmail.com fyrir nánari upplýsingar. Skráning á námskeið: https://www.abler.io/shop/sa/almennt

Fylgdu okkur á Instagram @lsa_skautar

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira