Fréttir

05.12.2025

Skautafélag Akureyrar fær styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins síðastliðinn mánudag og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 92. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina styrk sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að fjárhæð tæplega 30 milljónir króna til fjölbreyttra samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og til ungs efnilegs afreksfólks á félagssvæði KEA. Umsóknir voru fjölmargar og hlutu rúmlega 70 einstaklingar, félög og verkefni styrk úr sjóðnum. 
04.12.2025

Skautafélag Akureyrar með 22 verðlaun á Íslandsmeistaramótinu í Skautahlaupi í Laugardal

Íslandsmeistarmót í skautaati (short track) var haldið á í Reykjavík um síðustu helgi. Á mótið mætti fríður hópur frá SA og nældu sér allir í verðlaun.
28.11.2025

Heilbrigðisteymi SA hlaut hvatningarverðlaun UMFÍ

Jóhann Þór Jónsson tók í gærkvöldi við hvatningarverðlaunum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fyrir hönd Heilbrigðisteymis Skautafélags Akureyrar á formannafundi ÍBA í gærkvöld. Hvatningarverðlaunin voru fyrst kynnt á Sambandsþingi UMFÍ í Stykkishólmi í október síðastliðnum. Í tilkynningu UMFÍ kom fram að „Framlag heilbrigðisteymis Skautafélags Akureyrar til öryggis og velferðar iðkenda og gesta í Skautahöllinni á Akureyri er ómetanlegt.“
25.11.2025

Félagsgjöld Skautafélags Akureyrar eru komin í heimabankann

Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.900 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.

Fylgdu okkur á Instagram @lsa_skautar

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira