Karfan er tóm.
Ellefu lið taka þátt að þessu sinni.
Þar sem fjöldi liða stendur á oddatölu þarf eitt lið að sitja hjá í fyrstu umferð. Liðið sem varð bikarmeistari á síðasta ári Skytturnar, situr því hjá í fyrstu umferð. Ekki kemur því til að um uppbótarsæti verði í boði eftir fyrstu umferð þar sem fimm lið standa eftir í kvöld og Skytturnar bætast í hópinn á miðvikudaginn sem sjötta lið. Fyrir leik í kvöld draga liðin sér bókstaf og ræðst uppröðun leikja samkvæmt því. A leikur við B, C við D og svo framvegis. Liðsmenn eru beðnir að mæta snemma og sameinast um að gera svellið klárt. Liðin sem leika eru:| Bragðarefir | Svartagengið |
| Fífur | Silver fox and frends |
| Garpar | Üllevål |
| Pálmi og félagar | Víkingar |
| Riddarar | 3 Guys 1 Hildur |