Karfan er tóm.
Robbe Delport hefur bæst í leikmannahóp SA Víkinga fyrir tímabilið sem er að hefjast en hann er 18 ára Belgískur sóknarmaður sem kemur frá Chiefs Leuven í Belgíu. Robbe er virkilega efnilegur og spennandi leikmaður en Robbe hefur verið fyrirliði Belgíska unglingalandsliðsins og var fastamaður í Belgíska A-landslið síðasta vetur. Robbe mun starfa við þjálfun yngstu aldursflokkana hjá klúbbnum í vetur. Við bjóðum Robbe hjartanlega velkominn í klúbbinn og hlökkum til að sjá hann með SA Víkingum í vetur.