Karfan er tóm.
Kvennalandslið Íslands hefur keppni á heimsmeistaramótinu í II deild B á morgun en keppnin fer fram í Jaca á Spáni. Liðin sem eru í riðlinum auk Íslands eru: Ástralía, Belgía, Spánn, Mexíkó og Slóvenía.
Fyrsti leikur liðsins er á morgun gegn Mexíkó en leikurinn hefst kl 12 á hádegi á Íslenskum tíma. Íslenska liðið lenti í 4. sæti í mótinu sem haldið var í Reykjavík í fyrra en besti árangur liðsins er 3. sætið í þessari deild. Í gærkvöld var sýnd myndbrot af æfingu liðsins í kvöldfréttum sem hægt er að sjá hér. Hægt er að fylgjast með úrslitum liðsins á heimasíðu alþjóða Íshokkísambandsins hér. Og svo að sjálfsögðu á fésbókarsíðu liðsins.
SA eiga 11 leikmenn í liðinu í ár en þar að auki eru þær stöllur Eva Þorbjörg, Silja Rún og Diljá Sif sem allar spila erlendis uppaldar í SA. Hér má sjá hópinn í heild sinni.
| Markmenn | |
| Karitas Sif Halldórsdóttir | Björninn | 
| Elise Marie Valjaots | SA | 
| 
 | |
| Hrund Thorlacius | Björninn | 
| Eva Þorbjörg Geirsdóttir | Sparta Sarpsborg | 
| Silja Rún Gunnlaugsdóttir | Sparta Sarpsborg | 
| Eva María Karvelsdóttir | SA | 
| Arndís Eggerz Sigurðardóttir | SA | 
| Védís Áslaug Valdimarsdóttir | Björninn | 
| Guðrún Marín Viðarsdóttir | SA | 
| 
 | |
| Birna Baldursdóttir | SA | 
| Silvía Rán Björgvinsdóttir | SA | 
| Diljá Sif Björgvinsdóttir | Karlskrona HK | 
| Guðrún Kristín Blöndal | SA | 
| Jónína Margrét Guðbjartsdóttir | SA | 
| Thelma María Guðmundsdóttir | SA | 
| Kristín Ingadóttir | Björninn | 
| Flosrún Vaka Jóhannesdóttir | Björninn | 
| Katrín Hrund Ryan | SA | 
| Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir | SR | 
| Linda Brá Sveinsdóttir | SA |