Hank Nagel til SA Víkinga

SA Víkingar hafa samið við Hank (Harrison) Nagel en hann er 25 ára varnarmaður og kemur frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið úr hokkíhéraðinu Minnesota. Hank er mjög sterkur varnarmaður en lipur miðað við stærð (193cm) og bætir gæðum í sóknarleikinn hjá SA Víkingum. Hank kemur einnig til með að þjálfa hjá félaginu en hann verður aðstoðarþjálfari SA kvenna og aðstoðar einnig í yngri flokka þjálfun. Hank kemur til okkar frá H.C. Jaca á Spáni þar sem hann spilaði síðasta vetur. Við bjóðum Hank hjartanlega velkominn í klúbinn og hlökkum til að sjá hann á ísnum með SA Víkingum í vetur.

🔴 Hank Nagel #44 – úr C.H. Jaca (Spánn)