Fyrsti heimaleikur tímabilsins á laugardag

Fyrsti heimaleikur tímabilsins er um helgina en þá tekur SA á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Toppdeild kvenna í Skautahöllinni kl. 16:45 á laugardag. Bæði lið hafa spilað einn leik og lagt Íslandsmeistara síðasta tímabils að velli og því um toppslag að ræða. Árskortasalan er í fullum gangi á Stubb og þar er einnig forsala miða. Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og Sjoppan Ásgarður opin.
 
SA kvenna 🆚 SR Kl 16:45 
🍔Burger fyrir leik og í leikhléi.
🥪 Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin.