Félagsgjöldin komin í heimabanka

Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.500 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.

Félagsgjöld renna í sjóð hjá Skautafélaginu sem notaður er í að byggja upp innviði félagsins, bæta aðstöðu fyrir félagsmenn og halda í heiðri sögu félagsins. Félagsgjöld eru ekki innifalin í æfingargjöldum. Ef þú hefur fengið greiðsluseðil í heimabankann þinn en hefur ekki áhuga á að vera félagi eða hefur hreinlega ekki tök á að greiða upphæðina þá þarftu ekkert að aðhafast en engir vextir leggjast á kröfuna og hún hverfur úr heimabankanum þann 1. mars.