Árshátíð hokkídeildar 2024

Okkar eina sanna Solla Smára stýrði veislunni af röggsemi og lýsti verðlauna- afhendingunni rétt ein…
Okkar eina sanna Solla Smára stýrði veislunni af röggsemi og lýsti verðlauna- afhendingunni rétt eins og góðum hokkíleik

Hokkídeildin hélt árshátíð sína þann 30. apríl s.l. okkar eina sanna Solla Smára sá um veislustjórnina en alls voru Það 127 manns sem komu saman á Vitanum og fögnuðu nýliðnu keppnistímabili, leikmenn frá U14 og upp úr, foreldrar, félagsmenn og velunnarar. Okkar uppáhalds kokkur, Helgi á Vitanum, sá um ljúffengar veitingar að venju og skemmtileg “highlight” myndbrot frá leikjum vetrarins voru sýnd. Að endingu voru verðlaun og viðurkenningar veitt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hér að neðan sem Ólafur Örn Þorgrímsson tók og meistaraflokkarnir þökkuðu sínu dygga aðstoðarfólki. Einnig veitti stjórn hokkídeildar heilbrigðisteyminu viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í þágu öryggis allra leikmanna en einhver úr þeirra góða tuttugu manna hópi hefur staðið vaktina á öllum heimaleikjum tímabilsins í höllinni og erum við öll full þakklætis í þeirra garð. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju, þökkum fyrir veturinn og hlökkum til að sjá alla iðkendur aftur á næsta tímabili þó við eigum vissulega eftir að sjá sem flesta á vormótinu sem er framundan nú í maí.

 

 

U14

Mestu framfarirnar: Gabríel Þór Poulsen,  Vinnuhesturinn: Viktor Radiskovic,  Unsung Hero: Þorleifur Kári Arnarson, 

Mikilvægasti leikmaðurinn: Guðmundur Baldvin Stefánsson,  Bestu fyrirmyndirnar: Freyja Rán Sigurjónsdóttir og Helga Þórunn Gísladóttir 

hjálpsamasti leikmaðurinn Brynjuís/gjafabréf.

 

U16

Mestu framfarirnar: Askur Ari Reynisson,  Vinnuhesturinninn: Jóhann Valur Björnsson,  Unsung Hero: Mikael Darri Eiríksson,  

Bestu fyrirmyndirnar: (2 bikar) U16 Vikinga Eyrún Arna Garðarsdóttir og U16 Jötnar Jakob Elvar Guðrúnarson,  

Mikilvægasti leikmaðurinn: Aron Gunnar Ingason,  á myndina vantar Jóhann Val.

 

U18

Mestu framfarirnar Kári Gunnar Ólafsson,  Besta fyrirmyndin Daníel Snær Ryan,  Mikilvægasti leikmaðurinn Bjarmi Kristjánsson

 

Meistaraflokkur kvenna

Mestu framfarirnar Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir,  Besta fyrirmyndin Amanda Ýr Bjarnadóttir,  Mikilvægasti leikmaður tímabilsins Shawlee Gaudreault

 

Meistaraflokkur karla

Mestu framfarirnar Ágúst Máni Ágústsson,  Besta fyrirmyndin Ingvar Þór Jónsson,  Mikilvægasti leikmaður tímabilsins Jóhan Már Leifsson

Á myndirnar vantar Ágúst Mána

 

Hæfileikaríkir efnilegir yngri leikmenn og þjálfari

Jakobs-bikarinn = markmaður 2024: Guðmundur Baldvin Stefánsson,  Ingvars-bikarinn = varnarmaður 2024: Magdalena Sulova

Söruh-bikarinn = sóknarmaður 2024: Bjarmi Kristjánsson,  Jóns Gísla-bikarinn = þjálfari 2024: Shawlee Gaudreault

Sjálfboðaliði og Heilbrigðisteymi

Ollýjar-bikarinn, sjálfboðaliði 2024: Kristján Heiðar Kristjánssons

  Þakklætisskjöldur fyrir frumkvöðlastarf heilbrigðisteymis: Jóhann Þór Jónsson veitti skyldinum móttöku fyrir hönd teymisins