Fréttir

02.05.2025

Úrslitaleikur fyrir strákana okkar í fyrramálið

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí sem keppir nú á Heimsmeistaramótinu í Nýja Sjálandi vann 6-3 sigur á Thaílandi í nótt og hefur nú unnið 3 á 4 leikjum sínum í mótinu. Liðið á nú aðeins eftir einn leik en það er úrslitaleikur fyrir liðið en liðið mætir heimaliðinu Nýja Sjálandi í fyrramálið þar sem sigur getur þýtt gull eða silfur. Bæði lið eru með 9 stig eftir 4 leiki en Georgía situr í efsta sætinu með 11 stig fyrir síðasta keppnisdaginn. Ísland er búið að tryggja sér verðlaunasæti í mótinu en með sigri tryggir Ísland sér í minnsta lagi silfur og eigir þá einnig möguleika á gullinu og að fara upp um deild ef Georgía misstígur sig á sama tíma gegn Thaílandi.
02.05.2025

Aðalfundir íshokkídeildar, listskautadeildar og krulludeildar dagana 12.-14. maí

Skautafélaga Akureyrar boðar til aðalfunda allra deilda félagsins daganna 12.-14. maí í félagssal Skautahallarinnar. Tímasetningar aðalfunda: Krulludeild mánudaginn 12. maí kl. 18:00 Íshokkídeild mánudaginn 12. maí kl. 20:00 Listskautadeild miðvikudaginn 14.m maí kl. 20:00
28.04.2025

Íslenska karlalandsliðið með öruggan sigur gegn Búlgaríu

Íslenska karlalansliðið í íshokkí vann Búlgaríu örugglega 8-4 í nótt í öðrum leik liðsins á Heimsmeistaramótinu í 2. Deild B sem fer fram í Dunedin í Nýja-Sjálandi. Ísland skoraði 5 mörk í fyrstu lotunni gegn einu marki Búlgaríu og lögðu þar með grunnin að sigrinum. SA drengirnir okkar voru öflugir í markaskorun í leiknum en Unnar Rúnarson og Hafþór Sigrúnarson skoruðu báðir 2 mörk og Uni Blöndal og Jóhann Leifsson sitthvort markið. Íslenska liðið mætir næst Taívan en leikurinn fer fram á kl. 01:00 á aðfaranótt fimmtudags á íslenskum tíma en allir leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu í streymisveitu alþjóða íshokkísambandsins.
23.04.2025

SA Víkingar Íslandsmeistarar í U18 - og SA Jötnar í 2. sæti

Í gærkvöldi fór fram síðasti leikur SA liðanna Jötna og Víkinga í Íslandsmóti U18. SA teflir fram tveimur liðum í þessum aldursflokki og liðin röðuðu sér í tvö efstu sætin eftir fádæma yfirburði í vetur. SA Víkingar fengu afhentan bikarinn eftir leik og bæði lið stilltu sér upp í myndatöku í leikslok. Það er til marks um öflugt barna- og unglingastarf að geta teflt fram tveimur öflugum liðum í U18 og taka tvö efstu sætin einnig. U18 landsliðin voru einnig að meirihluta skipuð okkar fólki, í karlaliðinu voru 15 af 20 leikmönnum frá SA og í kvennaliðinu 14 af 20. Áfram SA!
Allir í stúkuna

Næstu leikir

Engir leikir á skrá

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða