Styðjum Stelpurnar !!
Kvennalandsliðið leggur á þriðjudaginn upp í langt og strangt ferðalag til að taka þátt í heimsmeistarakeppni í fjórðu deild. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar tefla fram kvennalandsliði í alþjóðlegri íshokkíkeppni. Keppnin er haldin í Dunedin á Otago á Nýja Sjálandi. Það eru tæplega 18000 kílómetrar (eins og krákan flýgur) sem stelpurnar eiga eftir að ferðast til að komast á keppnisstað (og annað eins heim :-) ). Þetta er lengsta keppnisferðalag sem íslenskt landslið í íshokkí hefur lagt upp í.
Eins og fram hefur komið hér á síðunni spilaði kvennalandsliðið æfingaleik við Gulldrengi SA sl. laugardag. Þá var tækifærið notað til að safna smá pening fyrir stelpurnar.