Breyting á afístímum hjá 4.-6. hóp!

Vegna keppnisferða verður að færa afístíma með Söruh Smiley hjá 4.-6. hóp á föstudögum yfir á miðvikudaga. Afís verður því óbreyttur á mánudögum  en föstudagstímar færast yfir á miðvikudaga. Þó mun hún aðeins kenna annan hvern miðvikudag. Tímarnir á miðvikudögum verða sem hér segir: 4. hópur milli 18:15 og 19, 5. hópur milli 19:05 og 19:50 og 6. hópur milli 20 og 20:45. Kennt verður eftirtalda miðvikudaga: 30. janúar, 13. febrúar, 27. febrúar og 5. mars.

Öskudagspökkun

Iðkendur og foreldrar athugið

Nú er hafin okkar árlega nammipökkun og vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært að hjálpa til (líka foreldrar)þar sem þetta er okkar aðal fjáröflun fyrir félagið. Við munum líklega skipta þessu eitthvað á milli hópanna þannig að einn hópur sé í einu að pakka. Einnig vantar okkur hrausta foreldra til þess að keyra út í fyrirtækin.

Á næsta þriðjudag munum við óska eftir hjálp frá börnum í 3ja hóp (send sms). Við munum líklega ekki byðja 1og 2 hóp en ef það eru einhverjir sem vilja fá að vera með í þessum hópum þá endilega hringja í Allý s:895-5804 eða Kristínu s:864-4639. 

kveðja Allý og Kristín

IIHF fréttir

Gaman að segja frá því að Grikkir eru aftur komnir með lið, og munu keppa um laust sæti á HM í þriðjudeild sem haldið verður í Luxemborg. Liðin sem þeir keppa við um laust sæti eru Bosnia og Armenia. Hér er linkur á "rosterinn" hjá þeim. Athygli vekur að það eru ekkert rosalega margir leikmenn liðsins fæddir í Grikklandi. hmmm.........

http://www.icehockey.gr/team/roster.htm

Ice Cup: Óskað eftir gistingu í heimahúsi

Þreifingar eru í gangi varðandi komu erlendra keppenda á Ice Cup og er þörf á gistingu í heimahúsi fyrir eitt liðið.

SA vann aftur

Seinni leikurinn fór 5 - 4 fyrir SA.     Góóóóðir SA ...................  Sjá má gang leiksins hér.

SA hafði sigur

Fyrri leik helgarinnar er lokið með sigri heimamanna    6 - 4. Gang leiksins má skoða hér.

Dansinn og tímar á Bjargi

Það verður frí í dansinum 9.feb en síðasti tíminn verður þá 23.feb.

Tímarnir á Bjargi byrja svo í mars nánar augl. síðar

kveðja stjórnin

Æfingar falla niður á sunnudagsmorguninn næsta!

Æfingar falla niður á sunnudagsmorgun nk. 27. janúar hjá 4. 5. og 6. hóp milli 8 og 11. Æfingar verða skv. tímatöflu á sunnudagskvöldið.

Æfingatímar um helgina

Vegna landsliðsæfinga verða engar æfingar hjá markmönnum á laugardagsmorguninn. Það verður heldur engin laugardagsæfing hjá 3.fl. En 3.flokkur á að spila við landslið kvenna á sunnudagsmorgun kl. 8,30 til 11,00.  Hjá 4. og 5.flokki verða æfingar eins og venjulega á laugardag og einnig hjá 6. og 7.fl. og byrjendum á sunnudag.

Íslandsmótið í krullu 2008 - auglýsing frá Krullunefnd ÍSÍ

Íslandsmót í krullu 2008 verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri. Leikið verður í febrúar, mars og apríl. Úrslitakeppni fer fram 11. og 12. apríl. Þátttökugjald er 5.000 kr./lið.

Þátttökutilkynningar berist til Gísla Kristinssonar, gisli@arkitektur.is, eða Ágústs Hilmarssonar, agustehf@simnet.is, í síðasta lagi 31. janúar 2008.