Mammútar Íslandsmeistarar árið 2008

Mammútar héldu uppteknum hætti í lokaleik íslandsmótsins á laugardag og sigruðu

Víkinga 9 -3


Mammútar byrjuðu á að skora eitt stig í fyrstu umferð en Víkingar svöruðu með tveimur stigum í næstu umferð  og stálu svo einu stigi í þeirri þriðju. Þá sögðu Mammútar hingað og ekki lengra og skoruðu tvö stig í fjórðu umferð og “stálu” svo fimmtu og sjöttu með þremur stigum í hvorri umferð þannig að leikurinn endaði 9-3 fyrir Mammúta.

Mammútar eru vel að þessum sigri komnir en þeir töpuðu aðeins einum leik og gerðu eitt jantefli í forkeppninni og unnu alla þrjá  leiki sína í úrslitunum.

FRÁBÆR ÁRANGUR.

 

Leikur Norðan 12 og Garpa um þriðja sætið fór 5 – 3  fyrir Norðan 12 .

Leikurinn spilaðist þannig að N12 skoraði eitt stig í fyrstu umferð og tvö í næstu umferð og eitt í þeirri þriðju og fjórðu og staðan því orðin 5-0 eftir fjórar umferðir. Garpar áttu síðasta stein í fimmtu lotu og gátu skorað 5 stig en ísinn réði ferðinni í því skoti og Garpar færðu einn stein N12 nokkra sentimetra innar í hring en tveir steinar Garpa voru þannig að Garpar fengu aðeins tvö stig í þeirri umferð og eftirleikurinn auðveldur fyrir N12

Garpar skoruðu eitt stig í síðustu umferð og leikurinn endaði því 5 - 3 fyrir N12.

 

Lokastaðan í íslandsmótinu árið 2008 varð þannig:

Íslandsmeistarar            Mammútar

Annað sæti                    Víkingar

Þriðja sæti                     Norðan 12

 

Krulluvefurinn óskar verðalaunahöfum til hamingju með árangurinn.

George Clooney elskar krulluna

Skemmtileg frétt á Vísi í dag - smellið hér.

Marjomótið í krullu - 2. umferð í kvöld

Önnur umferð Marjomótsins í krullu fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 14. apríl.

Íslandsmótið í krullu: Mammútar og Víkingar í úrslitaleikinn - úrslitaleikjunum flýtt til kl. 11:00 í dag

Mammútar og Víkingar leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í krullu 2008. Garpar og Norðan 12 leika um bronsið. Leikirnir verða kl. 11:00 í dag en ekki kl. 18:30 eins og ætlunin var samkvæmt leikskipulagi mótsins.

Íslandsmótið í krullu - úrslitakeppni

Önnur og þriðja umferð úrslitakeppninnar á Íslandsmótinu í krullu ásamt sjálfum úrslitaleikjunum fara fram í dag, laugardaginn 12. apríl.

Íslandsmótið í krullu: Mammútar og Víkingar styrktu stöðu sína á toppnum

Mammútar styrktu stöðu sína á toppnum í úrslitakeppninni með sigri á Norðan 12, 7-6, í leik þar sem minnstu munaði að Norðan 12 tækist að jafna leikinn í lokaumferðinni og knýja fram framlengingu. Víkingar halda áfram í humátt á eftir Mammútum, sigruðu Garpa 7-4.

Æfingar falla niður

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá verða engar æfingar laugardaginn 12. apríl.

Engar morgunæfingar á Laugardag og sunnudag

Æfingar falla niður á laugardagsmorgunn og sunnudagsmorgunn. Vegna krullumóts og fjarveru þjálfara vegna námskeiðs í RVK.

Íslandsmótið í krullu - úrslitakeppni

Úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu hefst í kvöld, föstudagskvöldið 11. apríl.

Marjomótið: Hannella setti á miðjupunktinn!

Fyrsta umferð Marjomótsins í krullu fór fram í gær. Það sáust háar tölur í sumum leikjum gærkvöldsins en þó má segja að lægsta talan hafi verið athyglisverðust.