Í gær þriðjudaginn 21. apríl fengu foreldrar barna sem fara í grunnpróf ÍSS tölvupóst með ýmsum upplýsingum. Vinsamlegast kíkið yfir þetta ef þið af einhverjum orsökum fenguð ekki póstinn.
Í dag miðvikudaginn 22. apríl fá iðkendur þennan miða með sér heim. Á miðanum er að finna nokkra mikilvæga punkta varðandi æfingar næstu daga og vorsýninguna.
Dagskrá mótsins má skoða hér og liðsskipan SA er undir "lesa meira". Auk barnamótsins og kvennamótsins verða spilaðir tveir leikir í 2.fl. við SRinga þessa helgi. Sá fyrri verður á föstudagskvöldið kl.20,00 eða strax og kvennaleiknum lýkur, og sá seinni verður á laugardaginn kl.18,00.