Karfan er tóm.
Ynjur Skautafélags Akurerar mæta Ásynjum Skautafélags Akureyrar í kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Síðasti leikur liðanna endaði á furðulegan hátt þegar leik var frestað vegna tæknilegra vandamála þegar tvær lotur höfðu verið spilaðar og Ásynjur leiddu þá leikinn 2-1. Síðar kom í ljós að leiknum yrði ekki haldið áfram og kláraður á öðrum leikdegi heldur myndu úrslitin standa þar sem búið var að spila meira en helming venjulegs leiktíma. Leikir þessarar liða hafa verið gríðarlega spennandi og skemmtilegir í gegnum tíðina svo við hvetjum fólk til þess að mæta á þennan leik.