Karfan er tóm.
Stelpurnar okkar í U18 landsliðinu eru nú í verðlaunabaráttu á Heimsmeistaramótinu í 2. deild B sem fram fer í Búlgaríu. Næsti leikur liðsins er í dag við gestgjafana, Búlgara kl 18 að íslenskum tíma. Íslenska liðið er í öðru sæti eins og staðan er en öll eiga liðin tvo leiki eftir. Efst er Kazakhstan með 9 stig, þá Ísland með 7 stig, næst er Belgía með 5 stig, þar á eftir koma Nýja Sjáland og Búlgaría með 3 stig og Eistland rekur lestina án stiga. SA á alls 12 leikmenn af 19 en auk þeirra koma liðsstjórinn Margrét Aðalgeirsdóttir og heilbrigðisstarfsmaðurinn Sólveig Hulda Valgeirsdóttir úr okkar röðum. Hægt er að fylgjast með leikjum mótsins hér (ath það þarf skrá sig inn en enginn kostnaður fylgir) https://iihf.livearenasports.com/en/home Hægt er að fylgjast með gangi mótsins og liðanna á heimasíðu Alþjóðasambandsins: https://www.iihf.com/