Karfan er tóm.
Ynjur Skautafélags Akureyrar taka á móti Ásynjum í Hertz-deild kvenna þriðjudagskvöldið 11. október kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Bæði lið eru ósigruð það sem af er tímabili og því um toppslag að ræða. Liðin eru nú algjörlega sjálfstæð en búið er að afnema lánsregluna svo liðin verða ekki sameinuð í úrslitakeppni og geta því mögulega mæst innbyrðis í úrslitakeppni í ár. Engin aðgangseyrir á leikinn.