Karfan er tóm.
SA Víkingar mæta Birninum þriðjudagskvöldið 4. október kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri.
SA Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti það sem af er tímabili en liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni gegn SR og Birninum og töpuðu svo um helgina gegn Esju í framlenginu og eru því aðeins með 1 stig í deildinni. Björninn hefur hinsvegar unnið síðustu tvo leiki sína eftir tap gegn Esju í fyrsta leik en þeir kjöldrógu Víkinga 7-0 í síðasta einvígi liðanna fyrir rétt tæpri viku. Björninn hefur styrkt sig með tveimur erlendum leikmönnum síðan en Víkingar stilla væntanlega upp óbreyttu liði frá því í leiknum gegn Esju. Leikur Víkinga hefur batnað eftir því sem liðið hefur á tímabilið og vonandi ná þeir upp öðrum eins leik og gegn Esju og þá getur allt gerst.