Karfan er tóm.
Fyrstu leikir í riðlakeppni janúarmótsins leiknir í kvöld.
Fyrir leiki kvöldsins drógu liðsstjórar bókstaf sem réði því í hvaða riðli liðið spilar. Hér að neðan má sjá hvernig liðin skipast í riðlana.| A riðill | B riðill | ||
| A | Mammútar | I | Víkingar | 
| C | Üllevål | G | Bragðarefir | 
| D | Riddarar | F | Skyttur | 
| B | Pálmi group | H | Svartagengið | 
| E | Garpar | J | Fífur | 
Fyrirfram var búið að raða leikjum mótsins upp og kom það í hlut Garpa og Fífa að sitja yfir í fyrstu umferð. Leikir kvöldsins voru á milli Mammúta og Pálma Group sem spiluðu á braut 2 og endaði sá leikur með yfirburða sigri Mammúta 12 - 1. Á braut 3 spiluðu Bragðarefir og Skyttur og endaði sá leikur 5 - 3 fyrir Bragðarefi. Á fjórðu braut spiluðu Riddarar og Üllevål  og fór sá leikur í aukumferð eftir að Üllevål jafnaði í sjöttu umferð með því að skora tvo steina og þeir unnu síðan aukaumferðina og þar með leikinn 7 - 6 . Á fimmtu braut spiluðu Víkingar og Svartagengið og endaði sá leikur 7 - 2 fyrir Víkinga sem léku þennan leik án Gísla. Garpar og Fífur sátu yfir eins og áður kom fram.  Næstu leikir verða á miðvikudag 7 jan. og spila þá saman: 
 Mótstaflan með öllum úrslitum og upplýsingum kemur inn fljótlega .Braut 2 Braut 3 Braut 4 Braut 5 Fífur  Garpar  Bragðarefir Üllevål Víkingar Riddarar Svartagengið Pálmi group