Karfan er tóm.
Íslenska karlalandsliðið vann til silfurverðlauna í II Deild B í dag þegar liðið lagði heimaliðið Nýja-Sjáland örugglega 5-1 í síðasta leik mótsins. Ljóst var fyrir leikinn að hvorugt liðið ætti möguleika á að fara upp um deild þar sem Georgía kláraði sinn síðasta leik með sigri og var þá búið að sigra alla sína leiki í mótinu og leikur Íslands og Nýja-Sjálands var því úrslitaleikur um silfrið. Ísland fékk draumabyrjun í leiknum en Unnar Rúnarson skoraði frábært mark úr á 3 mínútu leiksins og kom Íslandi á bragðið en liðið bætti við þremur mörkum áður en lotan var úti. Nýja-Sjáland var mikið í refsiboxinu það sem eftir lifði leiks og var aldrei líklegt til þess að koma til baka og Ísland sigldi silfrinu örugglega heim en á meðal markaskorara voru SA Víkingarnir Jóhann Már Leifsson og Halldór Skúlason en Unnar bætti einnig við öðru marki í leiknum. Unnar var að leik loknum valinn besti maður leiksins en einnig besti leikmaður Íslands í mótinu. Unnar var markahæsti leikmaður mótsins ásamt Georgíu manninum Artem Kurbatov báðir með 6 mörk en þess að auk var Unnar með 4 stoðsendingar. Jóhann Már Leifsson var næst stigahæsti leikmaður Íslands í mótinu með 3 mörk og 9 stig. Við óskum drengjunum okkar og starfsliðinu öllu til hamingju með silfrið og óskum þeim góðrar ferðar heim frá Nýja-Sjálandi.