Æfingagallar

Þeir sem vilja panta æfingagalla geta farið niðrí 66°Norður á Glerártorgi, mátað og sent síðan pöntun á jona@nordlenska.is. Næsta pöntun verður send í lok janúar. Félagspeyurnar eru úr powerstretch flís, þær eru rauðar fyrir stelpurnar en fyrir strákana eru þær svartar. Peysurnar eru merktar með logo-i skautafélagsins og hægt er að merkja með nafni líka. Buxurnar eru svartar og úr powerstretch. Upplýsingar um verð eru undir tenglinum "Félagspeysur og skautafatnaður" hér til vinstri.

U 20 vann Búlgari í morgun

Leikurinn endaði 10 - 0 fyrir Ísland.

SA-Ynjur fá SR-stúlkur i heimsókn föstudagskvöldið 20. kl. 22,00.

SA-Ynjur fá SR-stúlkur i heimsókn föstudagskvöldið 20. kl. 22,00. Skyldumæting fyrir alla áhugaMENN.....(; ÁFRAM SA ......

Rollingarnir "rúla" í Skautahöllinni á Akureyri um helgina

Enn einusinni er komið að þessari STÓRVEISLU í íslenska hokkíheiminum sem barnamótin eru ávallt.

U-20 að gera góða hluti á HM í 3.deild á Nýja-Sjálandi

Í morgun kl. 6 að okkar tíma lögðu "strákarnir okkar" heimamenn með 7 mörkum gegn 1.

Breyttir æfingatímar um helgina og á mánudaginn

Æfingar hjá öllum flokkum falla niður laugardaginn 21.janúar og sunnudagsmorguninn 22.janúar.

U20 landslið karla

U20 landslið íslands var rétt í þessu að klára lið Tyrkja 8-0. Hér er hægt að fylgjast með textalýsingu á leikjum Íslands. http://www.iihf.com/channels1112/wm20-iii/statistics.html

Skautatöskur

Enn eru til nokkrar skautatöskur

Samherjastyrkur veittur í fjórða sinn

Milli jóla og nýárs boðaði Samherji á Akureyri til móttöku og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu upp á 75 milljónir króna.

Víkingar töpuðu fyrir Húnum

Víkingar fengu útreið hjá sprækum Húnum í gærkveldi og töpuðu 7 - 2