Bikarmót í listhlaupi um helgina

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (24.02.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (24.02.2013)


Dagana 25.-27. október fer Bikarmót Skautasambands Íslands í listhlaupi á skautum fram í Skautahöllinni á Akureyri. Hátt í 70 keppendur, 13 frá SA.
Allar morgunæfingar í listhlaupi og íshokkí falla niður á laugardag og sunnudag. Breyting verður á almenningstímum báða dagana.

Sjálf keppnin verður fyrri hluta dags laugardaginn 26. október og sunnudaginn 27. október, en aðalæfingar (official practice) verða síðdegis á föstudag og laugardag. 

Keppni stendur kl. 8.00-13.35 á laugardag, en þá fer fram verðlaunaafhending hjá þeim flokkum sem aðeins keppa fyrri daginn. Á sunnudag hefst keppni kl. 8.00 og lýkur kl. 12.50 á sunnudag, en að því búnu er verðlaunaafhending og mótsslit.

Vegna mótsins verða breytingar á almenningstímum. Á laugardag verður aðeins opið kl. 14.00-15.40 og á sunnudag kl. 13.30-16.00.

Dagskrá mótsins (skv. heimasíðu ÍSS) (smávegis breytt frá fyrstu útgáfu)

Föstudagur 25. október - Aðalæfing (Official practice)
17:40-18:15 Stúlknaflokkur (Advanced Novice) , (7)
18:15-18:50 Unglingaflokkur A(Junior ladies) , (6)

Laugardagur 26. október - keppni
08:00-08:30   8 ára og yngri B (6)
08:30 -09:20  10 ára og yngri B (4) (5)
09:20 - Heflun
09:35-10:35    Stúlknaflokkur B (4) (4)
10:35-11:15    Unglingaflokkur B (6)
11:15  Heflun
11:30-12:25  Stúlknaflokkur (Advanced Novice) (3)(4)
12:25-13:10   Unglingaflokkur (Junior ladies) (6)
13:15   Verðlaunaafhending  8B, 10B, Stúlknaflokkur B, Unglingaflokkur B.

Aðalæfing (Official Practice)
17:40-18:15 Stúlknaflokkur (Advanced Novice) , (7)
18:15-18:50  Unglingaflokkur (Junior ladies) , (6)

Sunnudagur 27. október - keppni
08:00-08:50   12 ára og yngri B  (4) (5)
08:50-09:35  10  ára og yngri A (4) (4)
09:35  Heflun
09:50-10:15   8 ára og yngri A (4)
10:25-10:40   12 ára og yngri A (4)
10:40-11:35   Stúlknaflokkur A (Advanced Novice) - Langa prógramm (Free) (3),(4)
11:35 Heflun
11:50-12:35  Unglingaflokkur A(Junior ladies) - Langa prógramm (Free) (6)
12:40 Verðlaunaafhending. 

Dregið var um keppnisröð móstins á skrifstofu ÍSS í gær - sjá hér (á vef ÍSS). Keppendur eru 67 talsins. Eftirtaldar keppa fyrir hönd SA:

8 ára og yngri
Rebekka Rós Ómarsdóttir
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir
Kolfinna Ýr Birgisdóttir

10 ára og yngri
Marta María Jóhannsdóttir
Aldís Kara Bergsdóttir
Anna Karen Einisdóttir

12 ára og yngri
Eva Björg Halldórsdóttir

Stúlknaflokkur
Emilía Rós Ómarsdóttir
Harpa Lind Hjálmarsdóttir
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir
Pálína Höskuldsdóttir 

Unglingaflokkur
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
Guðrún Brynjólfsdóttir

Keppnisröð (á vef ÍSS).