Aðalfundur íshokkídeildar 21. maí

Stjórn Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar boðar til aðalfundar þriðjudaginn 21. maí kl. 20:00 í félagsalnum í Skautahöllinni.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning nýrrar stjórnar. Félagsfólk er hvatt til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar.

 

Dagskrá og störf aðalfundar fara fram samkvæmt lögum félagsins.

  1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
  2. Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári.
  3. Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um fjárhag deildarinnar og leggur fram endurskoðaða reikninga
  4. Kosin deildarstjórn og tveir varamenn
  5. Önnur mál er fram kunna að koma

Allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins.