...og þá var kátt í Höllinni!

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson

NIAC - Northern Icelandic Adventure Cup - hófst í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. 

Í fyrsta leik kvöldsins fengu áhorfendur fyrir allan peninginn, Valkyrjur og Ynjur gerðu 3-3 jafntefli og fóru í vítakeppni og þurftu fimm eða sex víti til að útkljá málið (fréttaritari var hættur að telja). Að lokum stóðu Valkyrjur uppi sem sigurvegarar - lokavítið má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni.

Tvö kanadísk lið áttust við í öðrum leik kvöldsins og vann það kanadíska nokkuð öruggan sigur.

Valkyrjur eru í góðu formi og fengu að spila annan leik í kvöld, að þessu sinni gegn Reykjavíkurúrvali. Sunnankonur höfðu betur.

Mótinu verður fram haldið í bítið á morgun, fyrsti leikur hefst kl. 9.00. Leikið verður til kl. 11.40, en þá verður gert hlé til kl. 16.00. Áfram verður síðan spilað fram á kvöld og endað á All-Star leik sem áætlað er að hefjist kl. 19.40.