17.12.2018
Silvía Rán Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins hjá Skautafélagi Akureyar árið 2018. Silvía Rán var einnig valin íshokkíkona ársins hjá Íshokkísambandi Íslands. Silvía var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í fyrra með ungu liði Ynja og hefur haldið uppteknum hætti í vetur með sameiginlegu kvennaliði SA og er stigahæsti leikmaður deildarkeppninnar það sem af er vetri. Silvía spilar einnig með 2. flokki SA og hefur einnig staðið sig vel þar í vetur.
17.12.2018
Marta María Jóhannsdóttir var valin skautakona ársins hjá listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar í gærkvöld en hún fékk afhennt verðlaunin í lok jólasýningar deildarinnar. Marta María er vel að titlinum komin en hún varð Íslandsmeistari í Junior flokki nú á dögunum annað árið í röð og setti einnig stigamet í flokknum. Þetta er annað árið í röð sem Marta er valin skautakona ársins og við óskum henni hjartanlega til hamingju með nafnbótina.
16.12.2018
Listhlaupadeild Skautafélgs Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 16. des. kl: 17.00. Þar koma allir okkar iðkendur saman með töfrandi sýningu þar en þema sýningarinnar í ár er jólalestin sem kemur við á hinum ýmsu stöðum. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari.
07.12.2018
Um síðastliðna helgi kláraðist Íslandsmótið í Listhlaupi þar sem Skautafélag Akureyrar vann tvo Íslandsmeistaratitla af þremur en Marta María Jóhannsdóttir vann í Junior annað árið í röð eftir æsispennandi keppni við Aldís Köru Bergsdóttur. Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í Advanced Novice með miklum yfirburðum.
03.12.2018
Fyrri keppnisdeginum á Íslandsmótinu og fyrri keppnisdeginum á Íslandsmeistaramótinu í listhlaupi fór fram á laugardag en þar hófst keppnin með keppnisflokknum chicks. Þar áttum við einn keppanda hana Berglindi Ingu. Því næst fór fram keppni í hópnum cups. Þar áttum við líka einn keppanda hana Sædísi Hebu. Þær stóðu sig gríðarlega vel, en í yngstu hópunum er ekki raðað í sæti.
30.11.2018
SA Víkingar taka á móti Birningum/Fjölni á morgun, laugardaginn 1. desember kl. 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Leikir liðanna hafa verið virkilega jafnir og spennandi í vetur svo búast má við hörkuleik. Mætum í höllina og styðjum okkar lið til sigurs! Aðgangseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
29.11.2018
Íslandsmótið/Íslandsmeistaramótið í listhlaupi verður haldið í Egilshöll helgina 1. og 2. desember.