Heimsókn frá Mjólkursamsölunni

Fengum þennan fallega hóp í heimsókn til okkar

Úrslitakeppni karla frestað til 5. apríl

Sú sérkennilega staða er komin upp að úrslitakeppninni í Toppdeild sem hefjast átti á laugardag er frestað til 5. Apríl. SA Víkingar áttu að taka þar á móti Skautafélagi Reykjavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar á Akureyri laugardaginn 29. mars. Það sem hefur gerst er að Fjölnir kærði leik Skautafélag Reykjavíkur gegn Skautafélagi Akureyrar sem fór fram 22. febrúar vegna notkunar á ólöglegum leikmanni en SR vann þann leik 3-0. Úrskurður íþróttadómstóls ÍSÍ var svo birtur um helgina þar sem kveðið er um að SR skuli sætta refsingu og tapar leiknum 10-0. Þetta þýðir að Fjölnir jafnar SR bæði að stigum og nær hagstaðara markahlutfalli í deildarkeppninni og nær því öðru sætinu af Skautafélagi Reykjavíkur. Stjórn íshokkísambands Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þessa úrskurðar ÍSÍ um að úrslitakeppninni sé frestað til 5. apríl svo hægt sé að ákvarða hvort liðið mætir Skautafélagi Akureyrar í úrslitakeppninni.

Gimli/Íslandsmótið 2025

Grísir unnu alla leiki sína á Gimli mótinu

Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna á þriðjudagskvöld

Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna fer fram í Skautahöllinni á morgun þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 19:30. Fjölnir leiðir einvígið 2-1 en allir leikirnir hafa unnist á heimavöllum liðanna en SA freistar þess að knýja fram oddaleik sem fer þá fram í Egilshöll á fimmtudag. Við hvetjum allt SA fólk til að mæta í stúkuna og styðja vel við bakið á okkar liði.

4 vikna Skautanámskeið fyrir alla aldurshópa hefst á miðvikudag

Við bjóðum uppá 4 vikna skautanámskeið sem hentar öllum sem vilja læra á skauta sér til heilsubótar eða auka þá færni sem er nú þegar til staðar. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er kennt á allar gerðir skauta - listskauta - hokkískauta og skautahlaups. Námskeiðið er kennt á miðvikudagskvöldum kl. 20:20-21:05 en fyrsti tíminn er 19. Mars og verð er 10.000 kr. fyrir námskeiðið.

Skautafélag Akureyrar hefur eignast þrjá Íslandsmeistara í skautahlaupi

Íslandsmeistarmót í skautaati - short track var haldið á Vormóti Skautasambands Íslands hér á Akureyri helgina 1.-2. mars s.l. Skautaat er sú grein skautahlaups sem haldin er á stuttri brautu eða á sama ís og listskautar og hokkí. Greinin hefur verið stunduð í Skautafélagi Akureyrar í rúm 2 ár. Keppt var í tveimur vegalengdum og veittu samanlögð úrslit beggja vegalengda heildarúrslit mótsins.

Gimli/Íslandsmótið 2025

Grísir búnir að tryggja sér Gimli bikarinn

Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna í kvöld

Fyrsti leikur í úrslitakeppni Toppdeildar kvenna fer fram í kvöld en SA mætir þar Fjölni í Egilshöll. Fjölnir er með heimaleikjaréttinn í seríunni en leikið er heima og að heiman þangað til annað liðið nær 3 sigrum og tryggir sér þá Íslandsmeistaratitilinn. Leikir liðanna hafa verið jafnir og spennandi allan í vetur en 6 af 8 leikjum hafa unnist með einu marki og 3 leikir hafa farið í framlengingu og vítakeppni. Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á þennan fyrsta leik í Egilshöll en leikurinn hefst kl. 19:45. 

Drengirnir okkar í U18 að gera gott mót í Mexíkó

Drengirnir okkar í U18 landsliðinu eru heldur betur búnir að bíta í skjaldarendur á HM í Mexíkó eftir bratta byrjun í upphafi móts. Eftir frábæran sigur á Tyrkjum á miðvikudag þá beið okkar heimaliðið Mexíkó sem er djöfullegt að eiga á heimavelli í 2300 metra hæð fyrir fullri höll. Okkar drengir spiluðu virkilega vel og gáfu Mexíkó hörkuleik en heimaliðið vann að lokum 5-2 sigur og tryggði sér þar með sigur í mótinu. Mörk og stoðsendingar Íslands voru öll skoruð af okkar drengjum í þessum leik en Mikael Eiríksson skoraði fyrsta markið Íslands í yfirtölu með stoðsendingu frá Elvar Skúlasyni og fyrirliðanum Bjarma Kristjánssyni. Stefán Guðnason skoraði síðara markið með klassísku coast to coast marki og var valinn maður leiksins hjá Íslandi í lok leiks. Bjarmi Kristjánsson (2+2) og Mikeal Eiríksson (1+4) eru stigahæstu leikmenn Íslands það sem af er móti báðir með 4 stig.

Gott gengi landsliðs skautaranna okkar á Sonja Heine Trophy í Osló

Þrjár stúlkur frá LSA, auk skautara frá SR og Fjölni eru nú staddar í Osló þar sem íslenska landsliðið tekur þátt á Sonja Heine Trophy. Helga Mey (basic Novice) hóf keppni á fimmtudag og náði 17. sæti af 47 keppendum sem er glæsilegur árangur hjá henni. Ylfa Rún (Advanced Novice) hóf keppni í gær með stutta prógrammið og er sem stendur í 21 sæti með 24.38 stig að loknum fyrri keppnisdegi. Ylfa Rún heldur áfram keppni í dag klukkan 19:10 með frjálsa prógrammið. Sædís Heba hefur leik í Junior síðar í dag en upphitun í hennar hóp hefst kl. 10:57 og röðin kemur svo að henni kl. 11:14. Við fylgjumst með þeim úr fjarska og sendum þeim hlýjar kveðjur og ósk um gott gengi.