Æfingar yngri flokka hefjast á morgun 18. nóvember

Æfingar leik- og grunnskólabarna hefjast aftur í skautahöllinni á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember. Það eru einhverjar breytingar á æfingatímum svo við hvetjum fólk til þess að fylgjast með upplýsingum um æfingartíma á sportabler. Svo minnum við foreldra á að það er enþá áhorfendabann og aðeins skal komið inn í skautahöllina í brýnustu nauðsyn. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur á ísnum á morgun.

Allar æfingar falla niður frá miðnætti og til 17. nóvember

Samkvæmt nýjustu sóttvarnarráðstöfunum er allt íþróttastarf óheimilt frá miðnætti og til 17. nóvember. Skautahöllin verður því lokuð fyrir bæði æfingar og almenning næstu 2-3 vikurnar.

Krulla - frestun

Stjórnin hefur tekið ákvörðun um að fresta krulluæfingum vegna uppgangs Covid. Því verður engin æfing í kvöld.

Frábær byrjun SA Víkinga í Hertz-deildinni

SA Víkingar hófu Hertz-deildina með látum á laugardag þegar þeir unnu 5-0 sigur á SR. Leikurinn var hraður og skemmtilegur þar sem fjölmörg tilþrif litu dagsins ljós. Heiðar Kristveigarson skoraði tvö marka SA, Jónhann Már Leifsson, Heiðar Jóhannsson og Hinrik Halldórsson skoruðu eitt mark hver.

Krulla

Byrjunin

Fyrsti leikur SA Víkinga í Hertz-deildinni á laugardag!

SA Víkingar hefja leik í Hertz-deildinni á laugardag þega liðið tekur á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri kl. 19:45. Deildarmeistaralið SA Víkinga frá síðasta tímabili er lítið breytt en nýr þjálfari - Rúnar Freyr Rúnarsson sem flestir kannast við en sem einn skeinuhættasti leikmann síðustu áratuga í íslensku íshokkí. Rúnar var aðstoðarþjálfari liðsins með Sami á síðasta ári en tekur nú við sem aðalþjálfari.

Skautafélag Akureyrar Bikarmeistari 2020

Skautafélag Akureyrar fyrsti sigurvegari Bikarmótaraðar ÍSS

Haustmót Skautasambands Íslands fór fram um liðna helgi á Akureyri

Haustmót Skautasambands Íslands fór fram um liðna helgi á Akureyri. Skautafélag Akureyrar átti 7 keppendur á mótinu sem stóðu sig allar gríðarlega vel.

Vinamót Frost 2020

Um helgina fór fram Vinamót Frost 2020 í listhlaupi. Mikil eftirvænting var eftir þessu móti þar sem ekki hefur verið keppt í listhlaupi á Íslandi síðan í janúar 2020.

Krullan í gang

Tímabilið byrjar í kvöld. Mæting 18:45.