Karfan er tóm.
Loksins leikir á Akureyri. Um næstu helgi koma SRingar norður með Meistaraflokk og 3.flokk. Meistaraflokkarnir mætast á föstudagskvöldið kl. 22,00 og á seinnipart laugardagsins kl. 18,00. 3.flokkarnir spila svo strax á eftir Mfl. leiknum á laugardagskvöldið. Það er því nóg um að vera fyrir hokkíaðdáendur um helgina og nú er um að gera að fjölmenna og hvetja sitt lið. ÁFRAM SA !!!!!!!
Stjórn ÍSS kannar nú hvort grundvöllur sé til þess að halda æfingabúðir í Reykjavík á tímabilinu 1-20. júní. Tekið verður við skráningum til og með 28. febrúar 2009. Sjá nánar á skautasamband.is og þar má finna skráningarblöð.
ATH. Stefnt er á að halda æfingabúðir á Akureyri síðustu 3-4 vikurnar í ágúst - svipað og í fyrra.