Karfan er tóm.
Kynningarfundur á Akureyri - í Íþrottahöllinni á Akureyri
Laugardaginn 26. september 2009 verður haldinn kynningarfundur um IJS (Alþjóðadómarakerfið) í Íþróttahöllinni á Akureyri v/Skólastíg.
Guðbjört Erlendsdóttir sem er með ISU International judging réttindi og Linda Viðarsdóttir sem er TS ( Technical Specialist) með Landsdómara réttindi munu stjórna kynningunni.
Kynningin hefst kl. 10:00 og er opin öllum sem hafa áhuga á því að kynna sér dómarakerfið.
Við hvetjum bæði iðkendur, þjálfara, stjórnarmenn, foreldrafélag og foreldra til að mæta.
Keppnisgjöld vegna haustmóts sem verður um helgina 26-27.september verða að greiðast í dag!
Reikningsnúmer:1145-26-003770-5102003060. Kr.2000,- Og muna að senda staðfestingu á greiðslu með nafni keppanda á didda@samvirkni.is
Þriðjudagin 29 september mega iðkendur í 4 og 5 flokk bjóða vini með sér á æfingu.
Nú er komið að skráningu krakka í 5-6-7 flokk og byrjendur fyrir mót í skautahöllinni Laugardal 9-11 okt 2009.Rútan mun leggja af stað frá skautahöllinni um kl 13 á föstudeginum og það verður gist á Farfuglaheimilinu í Laugadalnum.
Það þurfa ALLIR að vera búnir að skrá sig fyrir kl 17 sunnudaginn 25 september.