Skautaveturinn 2015-2016 er að hefjast

Þá er skautaveturinn 2015-2016 að hefjast hjá listhlaupinu. Við viljum byrja á að þakka öllum sem þátt tóku í æfingabúðum sumarsins fyrir þátttökuna og dugnaðinn. Æfingar hjá 1. - 3. hóp eru hafnar, en æfingar hjá byrjendahóp og fyrrum keppendum hefjast miðvikudaginn 2. september. Frá og með næsta mánudegi verður hægt að fara inn á iba.felog.is og skrá iðkendur inn í Nóra. Við munum auglýsa það sérstaklega strax eftir helgi. Tíimatöflu fyrir dagana 24. ágúst til 1. sept er að finna undir flipanum tímatafla hér til hliðar

Styttist í krulluveturinn - Talning

Talning í Bónus

Skautatöskur

Nú er um að gera að huga að skautatöskum.

Skautabuxur - ÚSALA, aðeins nokkrir dagar eftir

Var að fá flís skautabuxur á útsölu verði

Æfingarbúðir íshokkídeildar eru hafnar

Það er mikið fjör í skautahöllinni þessa daganna en þar fara fram æfingarbúðir í íshokkí næstu tvær vikurnar en á sama tíma standa yfir æfingarbúðir hjá listhlaupadeild. Íshokkí æfingarbúðirnar standa yfir frá morgni til kvölds þar sem yngri hópurinn er á morgnanna og sá eldri seinni partinn. Hver hópur fær tvær ísæfingar á dag ásam af-ís æfingum og fræðslu.

Unglingalandsmót UMFÍ - Dagskrá Krulla og Hokkí

Það verður líf og fjör um helgina í skautahöllinni þar sem Landsmót UMFÍ fer fram. Dagskráin hefst kl 10.00 á laugardag með keppni í Listhlaupi en nánari tímasetningar og keppnisröð má sjá í næstu frétt hér fyrir neðan. Krullan er fjölskyldugrein á landsmótinu og er öllum velkomið að koma spreyta sig á steinunum frá kl 15.00 á laugardeginum. Á sunnudag er sýningarleikur hjá hokkídeild þar sem efnilegustu unglingar félagsins sýna listir sínar en leikurinn hefst kl 13.20 og stendur yfir í tæpa klukkustund.

Unglingalandsmót UMFÍ - Listhlaup - Dagskrá og keppnisröð

Mótið í listhlaupi verður laugardaginn 1. ágúst og hefst klukkan 10:00.

Æfingar hafnar og Landsmót UMFÍ í skautahöllinni um versló

Nú er ísinn klár og æfingar hófust hjá listhlaupadeild á föstudagsmorgun. Æfingar hjá Íshokkídeild hefjast á sunnudagskvöld. Þá eru opnar æfingar fyrir krakka í íshokkí alla næstu viku sem geta þá náð ryðinu úr sér áður er æfingarbúðirnar hefjast eftir verslunarmannahelgi.

Ísinn er að verða klár og fyrstu æfingar hefjast á föstudag

Svellagerðin er hafin og gengur vel en stefnt er að því að listhlaupadeild geti hafið sínar æfingar á föstudagsmorgun. Æfingar fyirir Landsmótið sem haldið verður á Akureyri standa því yfir fram að Verslunarmannahelgi en strax að henni lokinni byrja æfingarbúðir hjá bæði Listhlaupadeild og Íshokkídeild.

Úrslit Vormótsins 2015 - I, II og III deild

Það var mikið fjör í skautahöllinni síðastliðinn fimmtudag en þá fóru fram úrslitaleikirnir Vormóti Íshokkídeildarinnar. Leikið var í deild I, deild II og deild III en leikirnir voru vægast sagt spennandi og skemmtilegt að sjá tímabilið enda á háu nótunum. Í lok hverrar deildar fyrir sig var verðlaunaafhending þar sem liðunum var afhennt sigurlaun og framúrskarandi leikmenn einnig verðlaunaðir.