Bikarmót ÍSS: Fern gullverðlaun til SA

Myndir: Ásgrímur Ágústsson
Myndir: Ásgrímur Ágústsson


SA-stelpurnar stóðu sig frábærlega á Bikarmóti Skautasambands Íslands sem fram fór í Egilshöllinni um helgina. Þær koma heim með fern gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.

Það voru þær Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir og Rebekka Rós Ómarsdóttir sem unnu til gullverðlauna í sínum flokkum. 

Öll úrslit og einkunnir fyrir einstaka hluta mótsins má finna á heimasíðu Skautasambands Íslands - sjá hér.

Hér er listi yfir árangur allra keppenda frá SA ásamt myndum. Myndirnar tók Ásgrímur Ágústsson á Haustmóti ÍSS sem fram fór á Akureyri fyrr í haust.

Stúlknaflokkur A (Advanced Novice)
1. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir 73,41 stig

3. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir 67,69 stig
6. Sara Júlía Baldvinsdóttir 58,70 stig

 
7. Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir 52,88 stig

 
8. Arney Líf Þórhallsdóttir 42,58 stig
12 ára og yngri A
1. Emilía Rós Ómarsdóttir 26,94 stig
8 ára og yngri A
1. Marta María Jóhannsdóttir 22,96 stig 
Stúlknaflokkur B
5. Harpa Lind Hjálmarsdóttir 22,38 stig
12 ára og yngri B
3. Pálína Höskuldsdóttir 20,02 stig
10 ára og yngri B
2. Aldís Kara Bergsdóttir 14,93 stig

 
8 ára og yngri B
1. Rebekka Rós Ómarsdóttir 11,59 stig