04.02.2016			
	
	Nú er útboðsferlinu lokið á þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru í Skautahöllinni en samið verður við verktaka á næstu dögum. Það er því nánast öruggt að framkvæmdirnar muni hefjast eigi síður en 1. mars og starfsemi í húsinu verður því hætt í lok febrúar.
 
	
		
		
		
			
					04.02.2016			
	
	Það var mikil spenna þegar annað mótið í vetrarmótaröðinni fór fram síðastliðna helgi. Leikirnir voru sérlega skemmtilegir og spennandi að þessu sinni og keppendurnir voru sér og öðrum til sóma þar sem þeir sýndu auðmýkt og virðingu hvort sem þeirra lið unnu eða töpuðu.  Hér að neðan má sjá úrslitin úr leikjunum:
 
	
		
		
			
					03.02.2016			
	
	Úrslit í 4. umferð, frestaður leikur og heimsókn
 
	
		
		
		
			
					03.02.2016			
	
	Esja sigraði Víkinga í Hertz deildinni í gærkvöld en lokatölur urðu 4-3 Esju í vil. Esja náði þar með gríðarlega mikilvægum stigum á leið sinni að úrslitakeppninni en þurfa nú aðeins tvö stig til viðbótar til þess að tryggja sér sætið. Liðin mætast aftur á Akureyri næsta laugardag en Esja getur með sigri náð Víkingum að stigum í deildinni.
 
	
		
		
		
			
					02.02.2016			
	
	Ljósmyndararnir okkar þeir Sigurgeir Haraldsson og Elvar Pálsson eru duglegir að setja inn myndir frá leikjum á heimasíðuna en þær má alltaf finna hér vinstra megin í valmyndinni undir myndir. Hér eru myndirnar úr leiknum gegn SR frá Sigurgeiri og Hér eru myndirnar frá Elvari.
 
	
		
		
		
			
					01.02.2016			
	
	SA Víkingar mæta Esju í Hertz deildinni þriðjudaginn 2. febrúar kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Um sannkallaðan toppslag er að ræða en liðin bítast nú um efsta sætið í deildinni en aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni.