Northern Iceland Adventure Cup
			
					28.04.2009			
	
	Um síðustu helgi lauk fyrsta alþjóðlega kvenna íshokkímóti sem haldið hefur verið hér á landi, NIAC eða Northern Iceland Adventure Cup og var skipulagt af kvennanefnd Íshokkísambands Íslands. Mótið var haldið hér á Akureyri og auk íslenska landsliðsins tóku þátt tvö erlend lið, annars vegar Hvidovre Wolves frá Danmörku og Malmö Redhawks frá Svíþjóð. Mótið stóð frá fimmtudegi fram á laugardag og alls voru spilaði 6 leikir.
