Aðalfundur Skautafélags Akureyrar 15. maí


Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudagskvöldið 15. maí. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Fundurinn verður haldinn í fundarherbergi Skautahallarinnar og hefst kl. 20.00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Í lögum félagsins segir m.a. um dagskrá aðalfundar:

Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en einum mánuði eftir að aðalfundir deilda félagsins hafa verið haldnir.

Til aðalfundar skal boðað með auglýsingu í dagblöðum og/eða á heimasíðu félagsins, með minnst viku fyrirvara.  Allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
2. Aðalstjórn gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári.
3. Aðalstjórn gefur skýrslu um fjárhag félagsins í heild og leggur fram endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild, svo og sjóða í vörslu félagsins.
4. Fjárhagsáætlun næsta árs.  Árgjöld félagsins.
5. Tillögur sem borist hafa teknar til athugunar.
6. Tillögur um lagabreytingar

Kosin aðalstjórn félagsins:
a) Kosinn formaður
b) Kosinn varaformaður
c) Kosinn ritari
d) Kosinn gjaldkeri
e) Kosnir meðstjórnendur
f)  Kosnir tveir endurskoðendur
g)  Aðrar kosningar

Önnur mál sem fram kunna að koma.