Karfan er tóm.
Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar miðvikudaginn 12. maí kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta en allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins
Dagskrá aðalfundar fer eftir lögum félagsins og er sem hér segir:
1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
2. Aðalstjórn gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári.
3. Aðalstjórn gefur skýrslu um fjárhag félagsins í heild og leggur fram endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild, svo og sjóða í vörslu félagsins.
4. Fjárhagsáætlun næsta árs. Árgjöld félagsins.
5. Tillögur sem borist hafa teknar til athugunar.
6. Tillögur um lagabreytingar
Kosin aðalstjórn félagsins:
a) Kosinn formaður
b) Kosinn varaformaður
c) Kosinn ritari
d) Kosinn gjaldkeri
e) Kosnir meðstjórnendur
f) Kosnir tveir endurskoðendur
g) Aðrar kosningar
Önnur mál er fram kunna að koma
Ein tilaga liggur fyrir um breytingu á lögum félagsins en hana má finna hér.