Karfan er tóm.
SA Víkingar leika fyrsta heimaleik sinn í Hertz-deild karla í kvöld þegar þeir taka á móti meisturum síðasta tímabils úr Esju. SA Víkingar unnu Björninn syðra í fyrsta leik tímabilsins í rafmögnuðum leik þar sem Víkingar náðu að klóra sig úr erfiðri stöðu og unnu að lokum 7-6. Esja byrjaði einnig tímabilið vel með þægilegum 10-2 sigri á SR svo spennandi verður að sjá hvernig leikurinn í kvöld þróast. Mætum í stúkuna og hvetjum okkar lið! Aðgangseyrir 1.000 kr og frítt inn fyrir 16 ára og yngri.