Síðasti skautapöntunardagurinn verður miðvikudaginn næsta 11. júlí kl. 19:30. Það er mikilvægt að þeir sem þurfa nýja skauta eða vilja fá ráð í sambandi við skautana mæti því Helga fer erlendis 16. júlí og kemur ekki til landsins fyrr en daginn áður en skautaæfingabúðirnar verða.
Frekar dræm mæting var á skautapöntunardaginn sl. mánudag. Ég hvet alla til að máta skautana og athuga hvort þeir muni endast næsta vetur því það getur tekið allt upp í mánuð að fá nýja skauta! Annar skautapöntunardagur verður auglýstur næstu daga og er það jafnframt sá síðasti. Fylgist vel með! Ef þið komist ekki þá en þurfið að panta skauta hafið samband við Kristínu Kristjánsdóttur (8562427) sem allra allra fyrst, sérstaklega þeir sem munu taka þátt í æfingabúðunum.
Næsta fimmtudag þann 21. júní kl. 19:30 er öllum iðkendum í öllum flokkum boðið að koma og fá aðstoð við skautakaup og skautapöntun. Þeir iðkendur sem eiga gamla skauta geta einnig komið og reynt að selja þá. Aðilar í stjórn listhlaupadeildar verða á svæðinu og líka þjálfarar. Allir eru hvattir til að mæta, sama í hvaða flokki þeir æfðu í síðasta vetur.
Ungmennafélagið Narfi hefur skráð sig til keppni fyrir næstkomandi leiktímabil. Narfi ætlar sér að senda tvo flokka, meistaraflokk og gulldrengjaflokk (old-boys).